Kaldakinn og Tröllaskagi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Kaldakinn og Tröllaskagi

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44791
    Jokull
    Meðlimur

    Aðstæður á Norðurlandi eru með betra móti en þó mætti ísinn vera aðeins þykkari á láglendi.
    Kaldakinn fékk heimsókn á föstudaginn síðasta. Sjá nýjar ís leiðir hér á síðunni.
    Aðstæður í auðveldari leiðunum voru ágætar en það vantaði 1-2 daga uppá að fullorðinsleiðirnar færu úr 6+ gráðu í eitthvað aðeins notendavænna. Það var hinsvegar hörkufrost og það mátti sjá mun á svæðinu frá morgni og fram á seinni partinn. Vek athygli á því að það er fjöldinn allur af óförnum leiðum á þessu ótrúlega magnaða svæði.

    Á laugardaginn bættist svo ný leið við í skemmtilegt safn leiða á N. Fési Búrfellshyrnu en þar eru aðstæður í þurrari kantinum. Ormapartí er í mjög góðum aðstæðum en Ósk Norðfjörð er nánast íslaus í lykilhaftinu.

    Allar ísleiðir frá Super Dupont suður að Skota leiðunum í Skíðadal eru í aðstæðum.

    Vek athygli á því að snjóalög eru ekki mikil en vægast sagt viðkvæm með misþykkum, mjög hörðum vindflekum í NE hlíðum.

    Fjallakveðja

    Jökull Bergmann

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.