Jöklanámskeið Ísalp og Íflm

Home Umræður Umræður Almennt Jöklanámskeið Ísalp og Íflm

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45508
  0310783509
  Meðlimur

  Jæja þá er jöklanámskeiði Ísalp og Íflm lokið. Alls voru níu þáttakendur á námskeiðinu sem fór fram helgina 5-6 Júní í Skaftafelli og nágrenni. Farið var yfir alla helstu hnúta og dobblanir á tjaldsvæðinu í skaftó á laugardags morgun og svo haldið sem leið lá upp á Svínafellsjökul, þar var farið í sprungubjörgun og sjálfbjörgun úr sprungum og komið til baka í kvöldmat alveg samkvæmt áætlun um sjö leitið… eða var það átta. Á sunnudaginn var svo keyrt upp að hnappaleið og farið í ísaxarbremsu og almennt línulabb og svo í lokin sett á svið almennilegt sprunguævintýri þar sem kennsla helgarinnar var nýtt.

  F.h Íflm og Ísalp
  Takk fyrir mig og gleðilegt sumar hó hó…. hó
  Einar Ísfeld

  #48758
  0310783509
  Meðlimur

  Sæl aftur ég ætlaði að senda ykkur bóka lista og netsíðulista sem voruð á Jöklanámskeiði Ísalp og Íflm en hef ákveðið að setja þetta frekar á netið bara og leifa öðrum að henda inn öðrum möguleikum um hvað er gott að skoða til að fá enn betri hugmynd um hvað þetta snýst all saman.

  til að byrja með eru þessar ágætis lesning.
  -Mountaineering The Freedom of the hills
  Alhliða biblía um fjallamennsku það eina sem þarf að passa er að hún sé nýleg þar sem hún er gefin út í nýju eintaki á nokkra ára fresti.
  -http://petzl.com/petzl/Accueil
  þetta er linkur sem hefur allskonar gagnlegar upplýsingum að geyma helst að velja þá Sport og í framhaldi Mountaineering til að finna efni við hæfi.


  Hér í framhaldi vonast ég til að félagar Ísalp taki sig til og bæti inn í listann bæði linkum og bókum sem hafa hjálpað þeim með að auka þekkingu sína á þessu sviði… kannski að vef nefnd ætti að bæta þessum möguleika við síðuna svo í framhaldi að hafa linka og bókalista á heimasíðunni fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í fjallamennskunni og auðvelda þeim þannig heimavinnuna.

  Einar Ísfeld

  #48759
  Björk
  Participant

  Er búin að vera skoða bækur á amazon fullt af sniðugu og skemmtilegu dóti…
  vitiði hvað er nýjasta útgáfan af þessari mountaineering freedom bók. Nýjasta sem ég sá skv google 7ED en fæ alltaf bara upp 5ED á amazon. Er reyndar ekki góð í að leita á þessu.
  Annars er ég aðeins búin að lesa í íslensku bókina sem var að koma út „Gengið um óbyggðir“ nokkuð skemmtileg bók og alveg helling sem má læra af henni… allavega hjá mér.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.