Helstu úrslit og fréttir

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Helstu úrslit og fréttir

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45534
  0704685149
  Meðlimur

  Takk fyrir daginn öll sömul.
  Þið sem sátuð heima eða eru að skíða erlendis, hér koma smá fréttir:

  Ákveði var að fresta stökkkeppninni til sunnudags.
  Einnig var ákveðið að fara á skíðasvæðið á Sauðárkróki í Tindastóli og keppa þar í stökki í stað þess að fara á Siglufjörð. Þá er styttra fyrir þá sem keyra til Rvík að fara heim.

  Samhliðasvigið var æsispennandi og mjög skemmtilegt.
  Sjá nánar lýsingu á stemmingunni á

  http://www.utivera.is

  En hér kemur listi yfir þa sem fengu aukaverðlaun.

  Óli Nashyrningur – óvæntasti keppandi og framfarir frá því síðast
  Hallgrímur Garðabæ- fór minnst fyrir honum í keppninni
  Siggi Skarp TAT- Fyrir að tapa fyrir félaga sínum úr Team Árbær Óli Raggi TAT- Loðnasti í ,,Rauðhærðir á móti rest“
  Steppó TAT- Fara lengst niður í telemarkbeygjunum
  Kjarri TAT- Besta krassið í braut og að laga brautina eftir sig
  Gunni TAT- Að taka ekki þátt í ,,Rauðhærðir á móti rest“
  Guðmundur Helgi Rvík -Að bíða lengst eftir að fá að keppa
  Eiríkur E. Garðabæ – Að slasast í ,,Rauðhærðir á móti rest“
  Stefán Páll Rvík – fyrir að koma
  Jón Haukur KÓP-Kvennlegasti keppandinn farandverðlaun frá TAT
  Árni Alf. Eyfellinga- Þjóðlegasti keppandinn
  Góli Garðabæ-snyrtilegasti keppandi lagaði bindishnútinn í braut
  Adne TAT- Taka þyrlu á stökkpallinum ekki var keppt á.
  Víðir Nashyrningur – Prúðasti keppandinn og líkjast Jóni Gauta
  Heiðar KÓP- Efnilegasti nýliðinn
  Arnar F KÓP- Fyrir saumaskap ársins
  Hlynur KÓP- Óheppnasti keppandi á telemarkhátíðinni frá upphafi
  Steinar TAT- Að vera alltaf í skugganum á bróður sínum
  Jóhanna KÓP- Photogeníska fatasamsetningin
  Sigfríð Garðabæ- Að tap með reisn og drekka sorgum sínum
  Arnar TAT – Að berjast fyrir strýtusveiflunni og tuða mest.
  Karl Eiríksson AKureyri- Að koma bara í matinn
  Brynja AKureyri – Að safna öllum aukaverðlaunum

  Team Árbær fékk verðlaun fyrir búningahönnun og heildar look
  Garðabær fékk verðlaun fyrir misskildasta búninginn 2# árið í röð

  Gleymi líklega einhverjum aukaverðlaunum.
  En í Samhliðasvigi urðu úrslitin þessi:

  Kvennaflokkur
  1. Berglind Kópavogi – Árs áskrift að Tímaritinu Útiveru og stafi frá Útilíf
  2. Helga Möller Skíðadal – Sokka frá 66N
  3 Brynja Englandi Sokka frá 66N

  Karlaflokkur
  1. Sigurbjörn ( Böbbi ) Akureyri Árs áskrift að Tímaritinu Útiveru og stafi frá Útilíf
  2. Tómas G. Júlíusson Reykjavík Sokka frá 66N
  3. Jón Haukur Kópavogi Sokka frá 66N

  Kveðja
  Mótsnefnd

  #49549
  0704685149
  Meðlimur

  Takk fyrir daginn í dag.

  Engin stökk-keppni var haldin, þar sem fólk var svo æst að skíða í nýföllnum snjó. Var skíðað að krafti frá kl. 11:00 til 15:00 þá fóru menn að huga að heimferð. Enda veðrið byrjað að rjúka upp í enn meiri norðanstrekking með héljum.

  Færið var frábært í Tindastóli, en minna um skyggnið þó sólarglenna kæmi nokkrum sinnum. Þökkum við Skagfirðingum góðar móttökur. Stórkostlegt að geta keypt nýbakaða skúffuköku, kleinur og kanilsnúða í skíðaskálanum, almennilegt vöruúrval þar.

  Umdeilt var hve púðrið var djúpt, menn mældu allt upp í 60 CM dýpt á nýsnævinu…jafnvel dýpra, allt eftir því hvernig maður hallaði skíðastafnum.

  Nú fyrir stundu lá mótsnefnd í heitapottinum hjá KEA og ræddu hverjir ættu að verða valdir sem maður og kona mótsins. Enn hefur ekki verið komist að niðurstöðu. Mótsnefnd ætlar að sofa á því, það koma margir til greina fyrir ýmis afrek. Það verður kynnt fljótlega hér á vefnum. Mikils er að vinna, glæsilega bókagjöf frá Útiveru. Bókin: Gengið um óbyggðir eftir Jón Gauta Jónsson fjallamann með meiru eða fría áskrift að; Útiveru tímarit um útivist og ferðalög, í eitt ár.

  Fljótlega birtist grein hér á vefnum um Telemarkhelgina eins og alltaf áður.
  En á meðan skoðið fréttapistlana frá Árna Alf. á http://www.utivera.is

  Þau fyrirtæki sem styrktu okkur á einn eða annan hátt eru eftirfarandi:
  Útivera
  Útilíf
  Vörður Vátryggingafélag
  Síminn
  66°N
  Bakaríið við brúnna
  Bókabúð Jónasar
  Skíðaþjónustan
  Útivist og sport
  Abaco sólbaðsstofa
  Sambíóin Akureyri
  Medúlla hársnyrtistofa
  Samkaup
  Glófi

  Þeir sem lögðu okkur til hjálparhönd; Brynja, Sigfríð, Helga Björt, Kristín, Doddi, Valli, Jón Haukur, Kristín og margir aðrir, kærar þakkir.

  Takk öll sömul fyrir helgina.
  Sjáumst að ári.
  Þá vonandi í mun meiri snjó sem á að vera hér á norðurlandi á þessum árstíma.

  Mótsnefnd.

  #49550
  0801667969
  Meðlimur

  Vil þakka fyrir mig og frábæra helgi. Sjáumst að ári.

  Árni Alf.

  #49551
  1709703309
  Meðlimur

  Allir sem fengu verðlaun eru vel að þeim komnir. Einnig ætti Skúli Magnússon, FBSR, að fá verðlaun fyrir að klikka á flugtíma og ná að rugla tvö félaga sína með sér. Skúli ákvað að vera eftir í Reykjavík en Óli Þór, FBSR og Víðir breyttu fluginu sínu og komu með vél klukkutíma síðar.

  Skúli ætti nú að fá einhver verðlaun.

  Með kveðju,
  Stebbi

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.