Grafarfoss…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss…

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46499
  AB
  Participant

  Við Steppo klifruðum Grafarfossinn í gær. Aðstæður alveg þolanlegar, en ísinn lélegur á köflum, sérstaklega í efri hluta. Annars fínasta jóladagsklifur og báðir komnir tímanlega heim fyrir hangiketið.

  Kveðja,
  Andri

  #49240

  Ég og Róbert fórum í gær, sunnudag, í Grafarfoss. Lenntum í rigningu og hættum við eftir ömurlegustu, blautustu og ómerkilegustu spönn sem ég hef klifrað. Líkara væri að lýsa þessu sem klifur í lóðréttum krapa heldur ísfossi.

  #49241

  Samt ennþá meira en nóg af ís.

  #49242
  1704704009
  Meðlimur

  Vanilluís?

  #49243

  Meira svona eins og krabinn sem maður kaupir úti í sjoppu og drekkur í gegnum rör.

  #49244
  Siggi Tommi
  Participant

  Var á Akureyrinni í jólafríi með frúnni.
  Skellti mér við þriðja mann að klöngast í ís að Munkaþverá. Flottu leiðirnar norðan og austan megin í gilinu voru ekki í aðstæðum en styttri (<10m) og léttari leiðir voru þokkalegar að sunnan.
  Kíkti upp í Vaðlaheiði og þar var Tönnin í þokkalegum gír sýndist mér (gafst ekki tími í að fara upp að henni) og Ís með dýfu var skítþokkalegur en þó þynnri en tönnin. Viðmælendur mínir höfðu ekki fregnir af aðstæðum í Köldukinn.
  Ísboulderaði í Glerárgili í góðum ís í stuttum leiðum.
  Sá töluvert af vel þykkum línum í Hörgárdal og Öxnadal á leiðinni suður þannig að þetta er mest allt komið í góðan gír á Norðurlandinu…

  #49245
  Freyr Ingi
  Participant

  Kaldakinn í góðum gír eins venjulega.
  Stekkjastaur náði niður og leiðirnar sunnan hans voru flottar.
  Kíkti ekki lengra út fyrir enda fótgangandi, lækurinn og skaflarnir frá Björgum reyndust afajeppa ofviða.
  Væntanlega lítið mál fyrir blöðrubíla.
  Freysi

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.