Fyrirspurn.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Fyrirspurn.

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45443
  2005774349
  Meðlimur

  Ég hef í langan tíma verið að velta því fyrir mér hvernig klettarnir neðan við Stýrimannaskólann eru til klifurs. Ég hef nokkrum sinnum virt þá fyrir mér þegar ég hef verið að koma út af Pítunni í Skipholti, en aldrei verið í aðstöðu til þess að skokka upp að þeim og skoða betur.
  Hefur ekki einhver klifrað þarna og er ekki einhver sem lumar á leiðarvísi.

  Með fyrirfram þökk,
  Hjalti R.G.

  #48091
  2510815149
  Meðlimur

  Ég er þessriu svæði nokkuð kunnugur og átti einmitt yndislegan dag þarna um daginn.
  Leiðirnar eru allnokkrar og má þar einna helst nefna: *ég var einusinni geðveikislega góður í læsingunum* tortryggð dótaleið og fær því gráðuna E10 7c vinstramegin við hana er alveg frábær búlderprobbi (7a eftir franska traversukerfinu) sem maður byrjar liggjandi á vinstri hliðinni með hæl í góðu húkki. Þessi var einmitt onsightaður af Brynjari halldórs um daginn eftir að hann hafði geymt hann í 15 ár. Til hamingju með það Brynjar!!

  Sv hlið klettanna hefur leiðir á bilinu 5.5-8b og ber þar helst að nefna *fasta kústskaftið í bossanum* af gráðunni A2 5.10 V5 E2
  ef byrjað er niðri á pítu og traversan tekin með fær leiðin hinsvegar gráðuna ALPI 3.
  EG mæli með þessum leiðum og fleirum á þessu ágæta æfingarsvæði og mun reyna birta myndir af því á vefnum hið allra fyrsta.

  Góðar stundir…

  #48092
  0311783479
  Meðlimur

  Menn mega ekki gleyma því að taka alvarleika leiðanna með í reikninginn ef þeir hafa litið við á Pítunni fyrir klifur, því þá nægir tæknilega gráðan alls ekki til að gefa klifrurum heildarsýn á leiðirnar…
  Tek undir með Rabba að þetta er hið ágætasta æfingasvæði enda eru þau ekki mörg slík þar sem er hægt að sameina skyndibita og klifur.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.