Eyjafjallajökull

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Eyjafjallajökull

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47038
    Björk
    Participant

    Fórum sjö á Eyjafjallajökul í gær, Kári, Sveinborg, Björk, 2xDoddi, Kristín Martha og Guðjón.
    Það fyrsta sem við sáum á þegar við byrjuðum göngu var elding en þruman kom það seint að við hugsuðum bara að þetta væri langt langt í burtu! Þannig að við örkuðum áfram.
    Þurftum að bera skíðin á bakinu nánast uppað jökli ca 1000 m. Veðrið var skítt allan tímann og þegar á jökul var komið var gengið eftir gps punktum og áttavita, en náðum nánast uppá topp, stoppuðum fyrir Goðastein (rétt sáum glitta í hann í smá stund) og bara broddafæri uppá hann, því var sleppt í þetta skiptið.
    Skíðuðum niður í frábæru færi en engu skyggni. Það hafði síðan snjóað það mikið yfir daginn að hægt var að skíða næstum alla leið niður og náðum þangað rétt eftir að myrkrið skall á.
    Sem sagt sáum ekki neitt allan daginn en frábært færi til skíðunar.
    Bláfjöllin voru síðan helvíti fín í dag.

    #53579
    1506774169
    Meðlimur

    Hvaðan fóruð þið upp að jökli?

    #53580
    Björk
    Participant

    já sömu leið og ég fer alltaf þannig að ég fattaði víst ekki einu sinni að nefna það – fórum sem sagt frá Seljavallalaug.
    Keyrðum úr bænum ca 8 og byrjuð að labba upp rétt eftir 10.

    #53581
    Sissi
    Moderator

    AK var nokkuð gott um helginna, kominn all mikill snjór, talsvert meiri en milli jóla og nýárs. Og núna er að dömpa. Á svæðinu voru Tommi Júl og co. Bill og fleiri góðir menn og konur.

    Síðan langar mig að þakka KH fyrir frábæra bíósýningu á fimmtudagskvöldið, við Bjarnason mundum bara ekki eftir því að hafa séð svona góða klifurmynd. Sharp end, hún rúlar. Poppið var frábært líka. Keep up the good work.

    Takk fyrir okkur,
    Sissi

    #53582
    2005774349
    Meðlimur

    Hei verði ykkur að góðu!

    KH er alltaf með reglulegt bíó á hinum og þessum fimmtudögum. Við eigum núna í sarpinum Onsight og Committed 2 ásamt fleiru eins og næntís ofurhetjumyndbandi frá Bretlandi og Echo Wall. í Onsight þá klifra Bretar í Kaldakinn m.a. auk gritstoneklifurs. Við höldum sýningum áfram eftir næsta mót.

    Bestu kveðjur,
    Klifurhúsið.

    #53583
    2902725569
    Meðlimur

    Þið hafið væntanlega stoppað við Guðnastein.

    Tuð frá einum sem sat heima um helgina.

    #53584
    0801667969
    Meðlimur

    Góður Atli. Rétt skal vera rétt.

    Guðnasteinn heitir sá syðri. Þar drap Rútur í Rútshelli þræl sinn Guðna sem áður hafði reynt að drepa Rút.

    Kv. Árni Alf.

    #53585
    0703784699
    Meðlimur

    Var ekki örugglega tékkað á bonus material….gott stuff þar

    Annars að þá fyrsta sem ég fékk að heyra í klifurbúðinni hér í Adelaide að það væri flott ísklifur við sjóinn á íslandi í einhverri mynd…Onsight er það víst. Verð að verða mér úti um hana næst….

    Gimp

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.