Epík í Þilinu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Epík í Þilinu

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #55762
  Skabbi
  Participant

  Hefur e-r átt leið um Búahamra eða Vesturbrúnirnar á allra síðustu dögum? Eru leiðir eins og Nálaraugað, 55 gráður eða Vallárgil í e-m aðstæðum? Tvíburagil?

  Allez!

  Skabbhi

  #55765
  Arnar Jónsson
  Participant

  Ég keyrði nú framhjá hömrunum á sunnudaginn og litu ísaðstæður ekki vel út, þó er alveg kominn eitthver ís í 55° en ég held að hann þurfi nokkra góða daga í viðbót.

  Kv.
  Arnar

  #55771
  1811843029
  Meðlimur

  Ég fór ásamt Hákoni kópavogs skáta í Spora áðan. Nógur ís og geggjað veður.

  Myndir hér:

  http://www.facebook.com/album.php?aid=95136&id=1283765201&l=b1696eccc6

  Kv.
  Atli Páls.

  #55783
  Freyr Ingi
  Participant

  Freyr, Styrmir og Gummi T. fóru 55° áðan.

  Ís í boði þar þó að efsta kertið sé ekki orðið fært, kíktum ekki í Tvíburagil en neðan frá vegi leit það vel út.
  Annað virtist þunnt.

  Freysi

  #55784
  Gummi St
  Participant

  Við fórum nokkrir í Glymsgil í dag, gengum þurrum fótum alveg inn að glym sjálfum. Hvalirnir eru alls ekki tilbúnir en það er ís í skorunni við Glym og fínt í Krók. Erum svo að taka stöðuna um hvað hægt er að gera á morgun.

  #55786
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég, Viðar og Siggi Tommi fórum Þilið í dag.

  Siggi komst ekki síðustu spönn þar sem lykil kaflinn hrundi undan honum og lína of ísuð og blaut til að hann gæti notað sýna björgunasveitar reynslu.

  Það hefði ekki verið hægt bjarga sér úr þessu ef það væri ekki þetta fína GSM samband í þessari leið.

  Þetta var eiginlega allt mér að kenna. Vildi aðeins skoða þetta nánar áður en við snérum við og slepptum síðustu spönn. Þetta var svona meters stig út á fríhanga regnhlíf af stæææærstu gerð. Svo var mjög kertað og mikið af regnhlífum ofar sem ég braut og lenti sumt á fyrstu regnhlífinni sem var roðin frekar veik þegar kom að Sigga með fyrrsögðum afleiðingum. það var svo ekkert grín að síga niður til að hreinsa restinga af skrúfunum og tókst mér eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Grítti báðum öxunum mínum niður 100 metra.

  Er bara ekki Spori betri fyrir okkur kallana?

  kv.
  palli

  #55787
  Páll Sveinsson
  Participant

  Hér á að vera mynd til að skýra mál mit.

  kv
  p I2.jpg

  #55788
  Siggi Tommi
  Participant

  Já, þetta var afar athyglisvert og staðfestist það hér með að PS er snaróður.

  Hann þurfti s.s. að setja inn skrúfu, vippa sér svo út á þessa hjúfokkíngmongös regnhlíf, skagaði ca. 5m út og 10-15m niður yfir aðal hvelfinguna í Þilinu. Þar sem ekki mátti tryggja í þetta, þá þurfti hann svo að tipla á tánum eina 10-15m áður en hægt var að tryggja en klifrið eftir að komið var út á regnhlífina var sennilega ekkert sérlega erfitt (ég s.s. komst ekki svo langt…).
  Ég reyndi að vera nettur á öxinni en eftir skæðadrífuna og fyrri högg frá Viðari og PS var þetta orðið eitthvað veikburða.

  Svo var eitthvað mega mambó efst víst í síðasta haftinu þar sem guttarnir dingluði fótalausir á annarri hendi við að vippa sér út fyrir regnhlíf af meðalstærð.
  Ég afrekaði að kötta mig illa á nefinu og augabrúninni og kom eins og Vietnam hetja niður í bíl. Reyndust vera skrámur eftir sturtuna en blæddi þessi ósköp úr þessu fyrst á eftir. Hendi kannski mynd af smettinu á mér við tækifæri.

  NB prússíkar virka ekki jack á blauta línu og illa á ísaða línu.
  Það sökkar að reyna að júmma sig upp 8m dinglandi í lausu lofti í pípandi ískaldri sturtu.
  Það sökkar að finna ekki Tibloc júmmarann sem hefði verið málið þarna (búinn að hafa hann í pokanum í 3-4 ár en loksins þegar ég þurfti hann, þá nei…)

  Það er gott að vera með basic taktik á hreinu fyrir svona aðstæður. Þetta var einhver survival kokkteill sem við hristum út úr erminni á staðnum og varð umtalsvert mikið vesen því fyrsta taktík brást (ég júmma upp s.s.).
  Maður er orðinn allt of kærulaus eftir margra ára tiltölulega vandræðalítinn klifurferil. Löngu hættur að spá í þessum málum af einhverju viti. En maður endurskoðar eitthvað neyðarkittið í pokanum eftir þetta.

  Góður dagur á fjöllum… :)

  #55791
  Skabbi
  Participant

  Þetta er rosalegt drengir, gott að ekki fór verr. Eru axirnar hans Palla týndar fram á vor?
  Og ég vill sjá mynd af trýninu á Sigga!

  Skabbi

  #55792
  Siggi Tommi
  Participant

  Það varð öxunum til lífs að það er snjólítið þarna svo þær fundust báðar í siginu niður (ein á syllunni e. 1. spönn og ein í brekkunni 20m undir 1.).
  PS missti líka eina skrúfu í leiðinni en hún lenti á stalli við lappirnar á honum og lifði af.
  Afföllin í ferðinni eru því eingöngu líkamleg og andleg.
  Græja mynd á eftir fyrst áhuginn er brennandi… ;)

  #55794
  Sissi
  Moderator

  Picture or it didn’t happen

  #55795
  Karl
  Participant

  Hvernig komust þið heim á GSM? Hringduð þið á vælubílinn? eða var GSMið til að spjalla á milli hæða?.
  Ég átta mig ekki á því hvað þið gerðuð til að ná kallinu upp eða koma honum niður!

  Palli, -hreinsaðir þú út millitryggingarnar svo hægt væri að slaka Sigga niður á samanhnýttum 60m línum? -prússaði kallinn sig upp? eða hífðuð þið hann upp?

  #55799
  Freyr Ingi
  Participant

  Skil ekki heldur

  #55800
  Páll Sveinsson
  Participant

  Þar sem köll og hróp duga ekki þarna var GSM notað til spjalla saman og stilla saman aðgerðir.

  Siggi dinglaði þarna eins og dordigull og notaðist hann við hefðbundið björgunarsveitar kitt til að koma sér upp. Tvö prússikbönd af mislangri gerð. Þegar hann nálgaðist brotlínuna í þakinu var viðnámið á línuni of lítið og böndin runnu alltaf niður svo hann komst ekki í nothæfan ís til áframhaldandi klifurs.
  Þá var honum slakað niður það langt að hann náði í ís og klifraði hann þaðan upp undir þakið aftur og setti upp tryggingu.
  Þá var komið að mínum hluta að klúðra málunum. Ég seig niður á tvöfaldri línu til að hreisa út þær skrúfur sem Viðar hafði skilið góðfúslega eftir handa Sigga. Þegar ég var komin hálfa leiðina niður var ég komin með aðra línuna strengda í 90 gráður til vinstri fasta á bakvið regnhlíf og hina í 90 gráður til hægri í ísskrúfu í ca. 5 metra fjarlægð og komst ekki lönd eða strönd. (hefði betur sigið á annari línuni. Þá sem Siggi var í) Eftir mikið bras tókst mér að losa vinstri línuna og komast lengra niður og ná í ísinn. Þá var ekkert eftir annað en klifra upp aftur að skrúfunu sem ég var kominn langt niður fyrir og nota hana sem tryggingu. Um leið og hún losnaði tók ég svo flottan pendul að hvaða Vestmanna peyji hefði verið stolltur af. Ég var síðan svo þreittur að þegar Siggi var að tosa mig inn undir þakið aftur þá tókst mér að henda báðum öxunum niður.
  Lukkulega þá fundust þær.

  Við Siggi sigum svo áfram niður í tveimur skömtun en Viðar hreinsaði upp á topp og labbaði niður.

  kv.
  PS

  #55802
  Siggi Tommi
  Participant

  http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Ili14Nov2010#
  Nokkrar myndir af greppitrýninu.
  Þessir skurðir hlutust í leiðslu á 2. spönn, sem var frekar kertuð og iffy. Brotnaði mikið frá öxum og ég fékk ss hnulla bæði í nefið og svo í augabrúnina með tilheyrandi blóðsúthellingum.

  Annars kom svo sem ekkert fyrir mig þegar þessi regnhlífarskömm gaf sig. Var í góðu lensi með vinstri fót og öxi í kerti undir þakinu. Var búinn að glenna stjörnuna og stíga með hægri löpp yfir og var reyna að húkka hægri öxi handan við tjaldið sem renhlífin hékk út úr og í öðru höggi fauk þetta bara og ég stóð þarna með veröldina gapandi fyrir neðan mig en enn í minni stöðu á vinstri. Eftir stóð 1-2m lárétt þak sem enginn nema WI7 íshetjur hefðu átt séns í…
  Það er því ekki alveg svo dramatískt að ég hafi dinglað þarna eins og baunasekkur þegar þetta brotnaði heldur niðurklifraði ég nokkra metra niður til að koma mér úr því að þurfa að taka pendúl dauðans á strekkta línu út í þakið. Var þar aðeins undir þakinu á slabbi og settist þar í línuna þegar ég var kominn með nothæft júmmunarkerfi, sem virkaði fínt fyrstu metrana en þegar ég var kominn alveg í þakið var þetta orðið rennanndi blautt og hætti alveg að grípa í.
  Svo var þarna afar súrrealískt tímabil í nokkrar mínútur þegar ég dinglaði þarna eins og dordlingull að húkka öxunum upp í brúnina á tjaldinu að reyna að stíga í þær til skiptis. Var svo sem að virka – frekar erfitt að lemja öxum sem eru festar í fótfetla og maður dinglandi eins og fífl á hinni löppinni í hinni öxinni – en það gekk ekkert að hækka júmmkittið á línunni því teygjan í línunni gerði það að verkum að þetta hækkaði bara allt líka og gekk ekki að taka inn slakann sem ég var að reyna að búa til.
  Ef ég hefði planað þetta axarmambó niðri á syllunni og sett upp kerfi fyrir það, þá hefði þetta kannski gengið (þó ekki víst).
  Var því orðinn verulega þreyttur á að brasa við þetta í hálftíma í sturtunni og ekkert að ganga ákvað ég að það borgaði sig að láta strákan slaka mér aftur niður og þeir sigu niður til mín.
  Ef líf hefði legið við hefði ég sennilega hvílt mig betur þarna undir skegginu og eflaust fundið eitthvað út úr þessu. Nú ef ekki, þá hefðu þeir gefist upp á biðinni og skorið á línuna – nei, það var í bíó – eða þeir sigið niður til mín og dorgað mig upp eða niður.

  Vona að menn séu einhverju nær um aðstæður þarna, þó erfitt sé að lýsa þessu í orðum. Palli og Viðar þurfa bara að skaffa myndir af regnhlífinni og því dóti.

  #47456
  Skabbi
  Participant

  Tilraun til að stofna nýjan þráð um Þilið

  Ska

  #55805
  0703784699
  Meðlimur

  Magnað, en var að reyna að sjá þetta f. mér meðan ég var að horfa á myndina hans Palla, væri gaman að vita hvað það var sem hrundi á þeirri mynd. Bíð síðan spenntur eftir fleiri myndum,

  #55806
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég var nú ekki að horfa mikið upp á leiðinni niður.
  Svona er þetta í minninguni.

  kv
  p [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/I2a.JPG[/img]

  #55808
  Siggi Tommi
  Participant

  Þetta er nokkuð nærri lagi.
  Ekki viss hversu langt til hægri brotnaði af þessu – kannski ekki alveg svona langt ??
  Palli klifraði s.s. á bakvið kertið sem er stakt v. megin við regnhlífina inn á sæmilega burðugt kerti bakvið regnhlífina (snerti inn í bunkana bakvið hlífina). Jóðlaði sér á tvistinum í skrúfunni til að koma annarri löppinni yfir á hlífina – vel glennt 1m+ splitt á 5-10cm þykkan ísinn neðst og innst á regnhlífinni.

  Annars tók Viðar myndir af P úr stansinum. Hann verður að senda þær inn, því þetta sést svo ill á þessum myndum að neðan.

  #55809
  Páll Sveinsson
  Participant

  Myndir segja markt.
  Þessi kemst þokkalega nærri því að sýna það sem fór.
  Allt umhverfið sem ég stend á og nágreni.
  Glöggir geta séð að þá má sjá í gegnum regnhlífina vinstramegin við mig en þar er hálfur meter í fastan ís

  Þarna eru nákvæmlega 35 metrar upp á brún í stífu klifri.

  kv
  p

  [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/IMG_2110c.JPG[/img]

  #55812
  2802693959
  Meðlimur

  Var að opna þennan þráð í fyrsta skipti og reyndi að stauta mig í gegnum textann til að gera mér mynd af aðstæðum. Sú mynd var ekkert í líkingu við þá sem hér birtist á mynd Palla. Þetta er augljóslega aðeins fyrir fullhuga eða eins og Magnússon myndi orða það … „fullharðnaða karlmenn!“ Sjálfum finnst mér Páll gæla full djarflega við fífldyrfskuna þar sem hann stendur. Og ég sem held því stundum fram að ekki séu til ungir góðir fjallamenn. Það er greinilega al rangt því þeir virðast ekkert batna með aldrinum;-)
  Gott þið hélduð tórunni.
  jgj

  #55804
  Páll Sveinsson
  Participant

  Þar sem þetta litla ævintýri okkar félaganna hefur vakið athygli þá er hér linkur í nokkrar myndir í meiri gæðum.

  http://picasaweb.google.com/pallsveins/IliNov2010#

  Palli með smá samviskubit. (ekki mikið)

  #55813

  Ég hefði nú klárlega farið beint í Ópið. Allt of mikill ís í Þilinu til að þetta sé eitthvað gaman. Bara klaufaskapur að brjóta þessa rock-solid regnhlíf Palli, rétt skagaði út. Held svei mér að þú sért bara að verða of gamall í þetta. Vantar allan kjark í þig ;)

  … sjæse!!

  #55817
  Anonymous
  Inactive

  Jamm Palli þú ert bara að geraða gott. Ég hef svo sem klifrað með Palla þegar hlutir hrundu(svona c.a. 5 tonna ísklumpar) þannig að maður ætti fótum sínum fjör að launa. Það er samt erfitt að finna skynsamari klifrara.
  Ég man eftir því að fyrsta skiptið sem ég sá Þilið var ég nánast byrjandi í ísklifri og með Tomma á ferð og réðumst við þegar til uppgöngu enda héldum við að þetta væri margklifrað. Við komust alla leið upp undir þakið og vorum lengi að reyna að komast upp fyrir en urðum frá að hverfa algerlega stórhneykslaðir á eigin aumingjaskap. Þetta var í maí og komin massíf hengja þarna fyrir ofan. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna að við fréttum að þetta væri óklifruð leið.

  #55828
  Arnar Jónsson
  Participant

  Já hann Palli kallar sko ekki allt ömmu sína. En gott er að heyra að þetta hafi ekki farið verr en það gerði. Ánægður að sjá myndir annars frá þér Palli, meira svona ;)

  Annars voru við strákarnir ekki alveg eins flottir að starta Ísklifur seasoninu svo massíft um helgina og létum því okkur nægja að fara nokkrar í léttari kanntinum svona til að koma sér af stað. Fórum í Kjosina, Glymsgil og Búhamra.

  Myndir er hægt að sjá hér:

  http://climbing.is/lesa_frett.php?id=160

  Kv.
  Arnar

25 umræða - 1 til 25 (af 25)
 • You must be logged in to reply to this topic.