10 Tindar

Home Umræður Umræður Almennt 10 Tindar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47212
    2502614709
    Participant

    10 tindar. Það hefur verið að gerjast hjá mér hugmynd útfrá umræðum um uppáhaldsfjall að sniðugt væri að setja saman lista yfir skemmtileg fjöll.
    Áskoranir sem allir Ísalparar ættu að taka – klassík. Bara svona til að hafa eitthvað að gera og til að hjálpa fólki og hvetja til dáða. Hvað finnst mönnum. Svo væri hægt að halda áfram og búa til topp 10 klifur- og ísklifurleiðir. Er andvaka og óska eftir jákvæðri umræðu!

    1. Hvannadalshnjúkur
    2. Hrútsfjallstindar
    3. Þverfellshorn
    4. Skarðatindur
    5. Herðubreið
    6. Þumall
    7. Hraundrangi
    8.
    9.
    10.

    #52990
    2502614709
    Participant

    Sorry risastór mistök nr. 3 á að vera Þverártindsegg. Greinilega ekki nógu andvaka!

    #52991
    Siggi Tommi
    Participant

    Klárlega þarf Skessuhorn að fara hátt á þennan lista

    #52992
    1606805639
    Meðlimur

    Góð hugmynd Ingvar. Spurning um að setja Tindinn/Einbúa í Tindfjöllum inn

    #52993
    2806763069
    Meðlimur

    Einnig Eyafjalljökul

    #52994
    Sissi
    Moderator

    Það eru flestar leiðir sem ég hef farið á Esjuna flottari en Þverfellshorn, finnst ykkur að það ætti kannski að vera Kistufellshorn eða Hátindur frekar?

    Annars er fjall sem mér dettur í hug, kannski soldið búðingafjall, en stendur hátt upp, er svipmikið, frábært útsýni og fyrirtaks skíðabrekka – Hekla. Hvað finnst ykkur?

    Svo er nú mikið af gæjalegu dóti fyrir norðan og eitthvað fyrir austan líka sem má ekki gleyma alveg…

    Hils,
    Sissi

    #52995
    2502614709
    Participant

    Já það vantar meira fyrir norðan og austan, ítreka að Þverfellshorn átti að vera Þverártindsegg… ég vil fá fleiri ábendingar og vonandi samstöðu um topp 10. Ég veit ekki með Eyjafjallajökul – frekar Tindfjöll er það ekki… Eitthvað á Vestfjörðum? ef þetta á að vera hvatning. Hvað með Búrfellshyrnu (Ormapartý, ofl) ?

    #52996
    2902725569
    Meðlimur

    Dýjafjallshnjúkur væri verðugur fulltrúi norðursins.
    Svo mætti athuga að setja uppgöngu á þessa 10 tinda sem inngönguskilyrði í klúbbinn.

    #52997
    1606805639
    Meðlimur

    Kerling í Eyjafirði? Auðveld ganga svosem en hæsta fjall við byggð norðan heiða

    #52998
    Gummi St
    Participant

    Flott hugmynd,

    ég hef aðeins verið að þvælast undanfarið og þeir eftirminnilegustu sem þú taldir ekki upp af minni hálfu væru

    Lambatindur á ströndum
    Dyrfjöll Borgarf. eystri
    Birnudalstindur suðursveit
    Skessuhorn Borgarf vestari
    Eyjafjallajökull suðurland
    Tindfjöll suðurland
    Kirkjufell snæfellsnesi
    Hlöðufell línuvegi
    Loðmundur Kerlingarfjöllum
    Stöng Berufirði
    Snæfell Fljótsdalshérað
    Arnarfell, Hofsjökli

    svo það sem mér dettur í hug en vegna leti á ég eftir að fara á

    Kverkfjöll, báðu megin
    Hnapparnir
    Tröllakirkja
    Hamarinn vatnajökli
    Þorvaldstindur
    Hásteinar Hofsjökli
    Eiríksjökull
    Hrútfell
    Grendill Goðahnjúkum
    Tungnafellsjökull

    jæja… ég fæ samviskubit um hvað ég á mikið eftir ef ég tel meira upp…

    en það er nú samt gott að þú hugsar eitthvað af viti þegar þú getur ekki sofið.. hehe

    #52999
    2502614709
    Participant

    1. Hvannadalshnjúkur
    2. Hrútsfjallstindar
    3. Þverártindsegg
    4. Skarðatindur
    5. Herðubreið
    6. Þumall
    7. Hraundrangi
    8. Skessuhorn
    9. Tindfjöll
    10. Dyrfjöll

    Kannski ætti frekar að vera eitthvað fyrir westan í staðinn fyrir Tindfjöll eða Dýjafjallshnúkur. Mér finnst þetta vera glæsilegur listi. Flestum finnst ganga á Snæfell tilkomumeiri en Herðubreiðarganga en þarf drottningin ekki að vera þarna… En gaman fullt af góðum fjöllum nefnt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og hverjum þykir sinn fugl fagur en því fleiri sem leggja e-h til málanna því betri niður- og samstaða….. Ívari fannst Skarðatindur of erfitt en það er unnt að fara mismunandi leiðir og þetta á að vera áskorun……

    #53000

    HAHAHA, þetta er nú farið að minna á einhverja útjaskaða byggðapólitík… hver reynir að koma sínum landshluta að eins og það sé eitthvað aðalatriði.

    Er ekki málið að skilgreina almennilega hvers konar lista er verið að reyna að ná fram áður en menn fara að setja saman fullt af listum sem eiga fátt sameiginleg annað en að innihalda nöfn á misháum hólum og hæðum? Er þetta bjútí-, hardcore- eða skemmtikeppni?

    Ég bara spyr ;)

    #53001
    2502614709
    Participant

    Þetta er bjútí- hardcore- skemmtikeppni. Klúbburinn hefur staðið fyrir ferðum á Þverártindsegg, Hrútsfjallstinda, Tindfjöll, Þumal, Hraundranga og Skessuhorn. Þannig að það hefur verið til vísir að þessu. Spurning hvort það sé hægt að búa til topp 10 lista eitthvað sem allir ættu að reyna að stefna á ? Eitthvað sem væri hægt að kalla klassík og hafa það á einum lista til að hvetja menn til dáða.

    #53002
    1908803629
    Participant

    Þetta er snilldarhugmynd og hvetjandi. Ánægjulegt að lummulega hugmynd mín að uppáhaldsfjalli varð að einhverju alvöru.

    Annars hef ég ekkert við hann að bæta enda flennigóður listi… og hef nú skýrari sýn á hvert á að stefna. Takk.

    #53003

    Já ég er líka sammála… gott framtak. Einhver minnstist á Snæfell. Eiginlega finnst mér eitthvað vanta ef það er ekki á listanum. Það er hátt, ekki mjög hardcore, en afa mikið bjútí auk þess að veita gríðargott útsýni til allra átta, yfir jökla, niður á vötn og sjó, yfir stærstu mistök okkar íslendinga, inn á hálendi og áfram mætti telja. Spurning um topp 11 :)

    #53004
    2008633059
    Meðlimur

    Ágæt hugmynd en kannski mætti útfæra þetta þannig að listinn nái yfir „klassískar leiðir“ en ekki bara klassísk fjöll? Dæmi: Skessuhorn – NA-hryggur (vetur), Hvannadalshnjúkur – Virkisjökulsleið (sumar og vetur). Þessar leiðir þurfa að vera smá „challenge“ og krefjist lágmarks búnaðar, en samt að vera á allra færi. Jafnvel kæmi til greina að hugsa upp nýjar og áhugaverðar leiðir á þekkt og minna þekkt fjöll. Þannig væri fókusinn frekar á leiðina en á fjallið sjálft. Svona listi hlýtur að vera mjög dýnamískur og kalla á reglulega endurskoðun. Hugsanlega gæti stjórn klúbbsins birt árlega nýjan lista sem áskorun fyrir félagsmenn og hvatt til þess að menn sendu inn myndir/frásögn af leiðunum. Til að virða alla landsbyggðapólitík þyrfti í framhaldinu að taka saman lista yfir verðug viðfangsefni í hverjum landshluta.

    kv,
    JLB

    #53005
    2502614709
    Participant

    Já það eru fleiri en ein leið uppá flest af þessu – Skarðatindur t.d. líklega það erfiðasta á listanum – menn velja bara leið eftir getu.
    En þetta þarf að vera „Challenge“. Líklega ætti Snæfell að vera þarna – hæsta fjall utan jökla o.s.frv. Ég setti Dyrfjöll þarna af því að ég veit hann er „torkleifur“. Í raun ætti þetta að vera 10 erfiðustu fjöllin. Annars hef ég nú bara farið helminginn af þessu…

    #53006
    Siggi Tommi
    Participant

    Klárlega setja inn Snæfell í staðinn fyrir Skarðatind.
    Skarðatindur er orðinn svolítið „niche“ þó hann sé flottur og allt það.

    Annars er pínu dularfullt að hafa Tindfjöll sem „fjall“ þar sem þetta er jú samsafn af mismerkilegum tindum. Veit ekki alveg hvernig ætti að tækla það.

    #53007
    Gummi St
    Participant

    Gætir sett „Tindfjöll – Ýmir og Ýma“ ?

    #53008
    2502614709
    Participant

    Já þetta er búið að vera fínt- var samt að vonast eftir breiðari umræðu og von um að einhverjir gamlingjar kæmu með eitthvað … Skaraðtindur niche fletti þessu upp en skildi það samt ekki. Fékk í magann yfir leiðinni sem Ívar fór – svo er einhver lengri leið til ….Gaman að hafa erfitt allir þurfa ekki að geta Allt. En Snæfell ætti að vera þarna – kannski taka Tindfjöll út? Annars er ekkert endanlegt í þessu og svona er náttúrulega til skemmtunar en ekki einhver endanlegur sannleikur. Hvað með Kirkjufell? … 9 Snæfell 10 Kirkjufell…

    #53009
    2008633059
    Meðlimur

    Þarf ekki að skilgreina aðeins betur þennan topp 10 lista og tilgang hans? Ákveða fyrst hvernig á að velja fjöll á hann áður en beðið er um tilnefningar. Hvað segja menn annars um þetta, til hver er svona listi og hvernig á að velja fjöllin á hann?

    Ein hugmynd væri að hafa þar bara „tæknileg fjöll“, tinda þar sem allar leiðir upp eru torfærar nema hafa einhverja þekkingu, líkamlegt form og/eða búnað. Hraundrangi og Þumall væru á listanum því ég býst við að flestir vilji nota línu og tryggja þar. Jafnvel að fara ekki upp nema með einhverjum reyndari. En hvað með Hnjúkinn, vissulega er betra að hafa brodda undir iljum og exi í hendi en hæsta fjall landsins getur varla talist mjög „tæknilegt“, í það minnsta ekki normal leiðir þar upp? Það er líka spurning hvort við svona val eigi að leggja til grundvallar alveg hlutlæga mælikvarða (t.d. hæð yfir sjó), hálf hlutlæga (t.d. tæknilegur/líkamlegur erfiðleikastuðull) eða þá bara eitthvað algjörlega huglægt („skemmtileg“, „falleg“ eða „eftirminnileg“ fjöll)?

    #53010
    2502614709
    Participant

    Flest erum við með einhvern lista í kollinum fjöll sem við ætlum að klifra/ganga á. Esjan er fín en kemst ekki á listann þetta á að vera smá áskorun. og já helst tæknilegt – hér eftir fer ég aldrei línulaus á Hvannadalshnjúk t.d. eins og maður gerði í „gamla Daga“. Hraundrangi og Þumall eru meira brölt en klifur og þurfa að vera á listanum – þetta er ekki ferðafélagið heldur Ísalp. Ég held að einfaldasta skilgreining ætti að vera 10 erfiðustu tindar á landinu – topp 10. Kannski er bara bull að vera að standa í þessu! En ég held samt þetta geti verið fínt ef við tökum því ekki of alvarlega – spennandi að sjá t.d. topp 10 klifur og ísklifurleiðirnar – jafnvel 10 byggingar í Reykjavík fái að fljóta með…

    #53011
    1704704009
    Meðlimur

    Tilgangur: Efla áhuga manna á fjallamennsku þeirrar gerðar sem reynir á kunnáttu við klifur og meðferð öryggisbúnaðar

    Skilgreining: Á listann eru sjálfstæðir fjallstindar yfir 1200 metrum sem eru þess virði að þeir séu klifnir (samkvæmt almennum og viðurkenndum hugmyndagrundvelli fjallamennsku) og eru fjölbreyttir innbyrðis hvað varðar upplifun á náttúru, tæknilega áskoranir og hugsanlega erfiðleika við aðgengi og í veðri.

    Þar hafiði drög að tilgangi og skilgreiningu. Gott starf Ingvar. Góðar umræður. Gott kaffi.

    #53012
    2006753399
    Meðlimur

    Frábær hugmynd Ingvar,

    Ég gerði mér stuttan lista yfir leiðir og tinda í fyrravetur og sé ekki eftir því – það er gott að eiga sér markmið.

    Þetta er nottlega persónulegt hvað fólki finnst vera uppáhald eða klassík en það væri kúl að sjá hvaða leiðir aðrir telja mestar og bestar og jafnvel geta haft það sýnilegt í „prófíl“ hvers félaga?

    Svona sameiginlegur listi verður enn betri með óformlegri atkvæðagreiðslu og líklegast að sem flestir uppáhaldstindar/leiðir ísalpara verði á honum. Það er ekki spurning að tindarnir eiga allir að vera áskorun og hæfileg blanda brölts, klifurs og skíðaleiða.

    ps.
    fór á hnjúkinn í vikunni og mæli með að vera í línu…

    #53013
    2502614709
    Participant

    já ég sendi meil á stjórnina hvort þeir væru ekki til í að taka þetta upp á sína löngu arma – ræða á félagsfundi o.s.frv. Svona verður aldrei óumdeild og endanlegt . Það verður líka gaman að sjá topp 10 ísklifurleiðirnar og kletta- hvað segja jaxlarnir á ekki að deila þessu með okkur……

25 umræða - 1 til 25 (af 27)
  • You must be logged in to reply to this topic.