Re: Ýringur

#50837
Robbi
Participant

Fór ásamt Ága og Gulla í Ýring í dag. Efsta haftið er í aðstæðum fyrir þá sem vilja klifra kertaðan, og tæknilegan ís sem vandasamt er að tryggja…held ég hafi bara ekki átt betri klifurdag í langa tíma. Flest öll höft á leiðinni upp að „rúsínunni í pylsuendanum“ eru í fínum aðstæðum, nema einhver 2 stutt höft á leiðinni.
Góðar stundir.

Tjekkuðum á Múlafjalli í leiðinni. Rísandi er í fínum aðstæðum, fyrsta haftið leit út fyrir að vera með ansi hressandi regnhlífum út um allt (sem er bara hressandi). Stígandi lúkkaði bara vel, kanski eylítið kertaður ís…en hvaða máli skipti það, báðar leiðirnar eru í aðstæðum og það er bara að drulla sér uppeftir og njóta þess á meðan hægt er.

Robbi

Myndir væntanlegar ekki seinna en á morgun.