Re: umhverfisblabla

Home Umræður Umræður Almennt Hrútfjallstindar – myndasaga Re: umhverfisblabla

#49780
Robbi
Participant

ég held að allir geti verið sammála um það að mengun er ekki af hinu góða og við viljum hreinna loft. En það fer ekki saman að menga ekki og lifa í velmegunarþjóðfélagi. Ekki viljum við labba allt sem við förum eða nota hesta. Undanþágan sem við íslendingar vorum að fá er til að menga meira svo að hægt sé að framleiða meira ál hér á landi. Ál er notað í allan andskotan… geisladiska, spegla, sprittkerti, reiðhjól, potta og pönnur tala nú ekki um allar gosdollurnar sem eru svo þægilegar. Ástæðan fyrir því að menn vilja framleiða ál á íslani er vegna þess að álver þurfa mikla raforku, og hér á landi er raforkan framleidd á umhverfisvænan hátt, með vatnsaflsvirkunum eða gufu. Ef sama álframleiðsla (sem er til staðar á íslandi) væri staðsett í td. USA þá væri á heildina litið miklu meiri mengun frá álframleiðslu þar en hér á landi vegna þess að þar væri raforkan hugsanlega framleidd með kolum eða olíu.
Með því að framleiða ál á íslandi erum við að stuðla að minni mengun (á heimsvísu).
Og svona í lokin þá eru „gróðurhúsaáhrifin“ einungis kenning en ekki staðreynd.