Re: Þilið

#55786
Páll Sveinsson
Participant

Ég, Viðar og Siggi Tommi fórum Þilið í dag.

Siggi komst ekki síðustu spönn þar sem lykil kaflinn hrundi undan honum og lína of ísuð og blaut til að hann gæti notað sýna björgunasveitar reynslu.

Það hefði ekki verið hægt bjarga sér úr þessu ef það væri ekki þetta fína GSM samband í þessari leið.

Þetta var eiginlega allt mér að kenna. Vildi aðeins skoða þetta nánar áður en við snérum við og slepptum síðustu spönn. Þetta var svona meters stig út á fríhanga regnhlíf af stæææærstu gerð. Svo var mjög kertað og mikið af regnhlífum ofar sem ég braut og lenti sumt á fyrstu regnhlífinni sem var roðin frekar veik þegar kom að Sigga með fyrrsögðum afleiðingum. það var svo ekkert grín að síga niður til að hreinsa restinga af skrúfunum og tókst mér eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Grítti báðum öxunum mínum niður 100 metra.

Er bara ekki Spori betri fyrir okkur kallana?

kv.
palli