Re: Svar:Vefurinn

Home Umræður Umræður Almennt Vefurinn Re: Svar:Vefurinn

#54759
0808794749
Meðlimur

Áhugaverð umræða komin í gang sem ég fagna…

Sumir kalla eftir meira efni aðrir eftir tæknilegu útfærslunum.

Varðandi efni:

Ég er ekki alveg sammála Ágústi að það sé fljótgert að skrifa upplýsingar um t.d. hvert sport.

Ég hef þegar sest niður með það í huga að skrifa nokkur orð um skíðamennsku. Þá vaknar spurningin, fyrir hvern er ég að skrifa? Ef það er fyrir nýliðann, þá verður þetta upptalning á græjum sem verður aldrei tæmandi, tilvísanir á aðrar síður þar sem fjallar er um græjur, snjóflóð, skíðaleiðir, youtubemyndbönd með sýnikennslu í skíðamennsku og ég veit ekki hvað… Mér hefur sumsé ekki tekist að láta svona texta verða spennandi eða læsilegan og geri ráð fyrir að margir að flestir myndu leita á náðir google um upplýsingar.

Sé hinsvegar einhver þarna úti sem telur sig geta komið svona upplýsingum læsilega frá sér á blað, má sá hinn sami gefa sig fram.

Ég er alveg sammála því að nauðsynlegt er að hafa beisik upplýsingar um skíða- og klifursvæði hér á vefnum, þar sem tilheyrandi leiðarvísir væri svo að finna.
Ritfærir og staðkunnugir endilega gefa sig fram.

Innan stjórnar hefur komið til tals að finna einhvern/-ja í hlutverk ritstjóra vefsins. Svona hlutir væru í verkahring þeirrar manneskju.

p.s. vil þakka þeim sem hafa sent inn uppáhalds linkana sína. ef að þeir eru ekki þegar komnir inn þá eru þeir á leiðinni.