Re: svar:Ísklifurfestival í Berufirði?!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tillaga að stað fyrir Ísklifurfestival Re: svar:Ísklifurfestival í Berufirði?!

#52094
Freyr Ingi
Participant

Eins og Skabbi segir er stefnan sett austur á bóginn og þá helst í Berufjörð. Þar eru íslínur í tugatali og aðeins 3 þeirra bera nafn.
Restin er ófarin til dagsins í dag.
Varaplan væri þá að fara vestur, norður eða suður. Maður veit nefnilega aldrei sko!!

En Einar, áttu ekki myndir frá Breiðdalsvík?

Væri sniðugt að sjá þær og bera saman við coverið af nýjasta Alpinist, þær stöllur Ines Papert og Audrey Gariepy klifra þar Chocolat Chaud (M10) sem er væntanlega þetta svæði sem Einar segir að sé fyrir fullorðna en ekki börn.

Spennó!

Freysi