Re: svar: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina?

Home Umræður Umræður Almennt viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina? Re: svar: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina?

#52067
2704735479
Meðlimur

sæll og takk fyrir síðast,

er ekki málið að byrja á að finna út hversu mikla peninga þarf og svo spá í hvort raunhæft sé að afla þeirra og í framhaldi af því hvernig?

eins og ég kom nokkuð ákveðið frá mér eftir þennan blessaða tindfjallaskálafund þá finnst mér ekki hægt að taka ákvörðun um skálamálin án þess að vera með það á hreinu hvað hlutirnir kosta. ég stakk upp á eftirfarandi:

.kanna hvað kostar að byggja eða kaupa (þess vegna frá Eistlandi eins og Kalli talaði um að mig minnir?) tilbúinn 22 m2 skála sem hægt er að keyra upp í tindfjöll
=> kanna hvort hægt er að afla þeirra peninga.

.kanna hversu mikið þurfi á ári í viðhald á nýja skálanum
=> kanna hvort þeir peningar fáist með betri rekstri skálans, þ.e. hann verði eining sem standi undir sér með því að leigja út helgar og vikur.

.þegar búið er að stilla þessu dæmi upp hlýtur að vera borðleggjandi hvort halda eigi rekstri skálans áfram eða ekki og hvort sjálfboðavinnu þurfi yfir höfuð til að reka skálann með sóma.

—-ég skora á stjórn ísalp að hafa frumkvæði að því að setja saman hóp (sem gæti vel verið núverandi skálanefnd) sem skoðar málið frá þessari hlið og kynnir.

friður