Re: svar: !! Varúð-Klassísk!!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur !! Varúð-Klassísk!! Re: svar: !! Varúð-Klassísk!!

#53286
2806763069
Meðlimur

Klassík, topp 10, skemmtilegustu leiðirnar, erfiðustu leiðirnar, fallegustu leiðirnar! Það er hægt að skipta þessu í ótal flokka.

Við Freysi formaður og Viðar ræddum þetta reyndar á löngum bíltúr um suðurlandsundirlendið í gær og ég held að helsta niðurstaðan hafi verið að gera lista af leiðum sem á einhvern hátt bera af þannig að þær séu eftirsóknaverðar að klifra. Ekki endilega að þær séu erfiðastar, þeir sem sækjast eftir svoleiðis þurfa engan lista til að vísa sér veginn!
Þetta yrðu einfaldlega þær leiðir sem fá mann til að brosa, leiðir þar sem hreyfingarnar eru skemmtilegar, leiðir þar sem umhverfið ber af, leiðir sem koma manni skemmtilega á óvart – og já leiðir sem eru virkilega klassískar og hluti af skráðri og óskráðri klifursögu.

Líklega var samt besta hugmyndin okkar í gær að gera sér flokk fyrir auðveldar leiðir. Þar væri kominn gagnabanki fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref með upplýsingum um nokkrar 5 stjörnu leiðir sem virkilega gaman er að klifra og nýtast vel til að bæta í reynslubankann. Svona framhald á lítill grein í síðasta ársriti.

Hinn listinn þar sem allar leiðir (eða bara leiðir sem eru aðeins meira krefjandi) fara inn gæti svo nýst t.d. fyrir útlendinga sem koma í heimsókn og vilja fá greinargóðar upplýsingar um hvað er hægt að gera. Listinn hefði svo skemmtanagildi fyrir okkur hin og þau okkar sem eru leiða- og fjallasafnarar munu án ef krossa við listann í huganum.

Ég sé enn fremur fyrir mér að þessir einstaklingar sem hafa verið öflugir í að gera leiðarvísa væru fengnir til að setja upp staðlað form til að skrá þessa lista niður á þar sem myndir og lýsingar á leiðunum koma fram á Íslensku og Ensku. Þetta væri svo aðgengilegt á netinu. Við hin sem höfum minni tölvu þolinmæði getum að sjálfsögðu lagt okkar af mörkum í texta gerð og með myndum.

Það væri svo hægt að byrja með ca. 10 leiðir í hvorum flokk og gera það svo að árlegum event á heimasíðu Ísalp að kjósa um leið ársins. Sú leið gæti svo bæst við hópinn.

Paradísarheimtin er annars alveg við það að detta inn, líklega klifranleg núna!
Myndir úr bíltúrnum okkar má annars sjá hér:

http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/TtARsmRk#