Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

Home Umræður Umræður Almennt Útgerð á kostnað áhugamanna Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

#49121
1704704009
Meðlimur

„stolnar fjaðrir..“
„byggð á baki fórnfúsra manna“
„striti og púl áhugamanna“

Þetta hljómar nú ekki eins og menn hafi verið að stunda áhugamálið sitt. Fyrir utan velgjuna sem maður fær af því að lesa þessi sjálfsupphöfnu bréf er hægt að skilja að menn eru móðgaðir af því að Mountainguides hringdu ekki. Kannski þeir vilji vera „í leynum“ eins og sumir eru að vonast til að Hnappavellir verði. Svo tala menn líka um „klifursamfélagið“. Hvernig á að vera hægt að byggja upp svoleiðis samfélag þegar menn vilja pukrast með klifursvæðin (sín)? Er ekki annars fínt að sjá túrisma eflast? Fáum bara sem flesta í klifur, túrista, kalla og kellingar. Það hlýtur að vera hægt að borga nokkra bolta. Og hvað, eru landeigendur brothættar kristalsskálar? Og Hvernig hafa þeir brugðist við umgengninni hingað til?