Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

Home Umræður Umræður Almennt Útgerð á kostnað áhugamanna Re: svar: Útgerð á kostnað áhugamanna

#49114
1110734499
Meðlimur

Í mínum huga eru það landeigendur einir sem hljóta endanlega að hafa lögsögu yfir þeim sem Hnappavelli heimsækja, hvort sem það eru klettaklifrarar á eigin vegum eða túristar í skipulögðum ferðum. Hingað til hefur öllum verið heimilt, bæði að tjalda við og klifra í klettunum svo lengi sem almennar umgengnisreglur hafa verið virtar.

Hvers vegna ættu þeir sem eru í skipulögðum ferðum ekki að mega klifra í klettunum og nota bolta og akkeri eins og aðrir ? Það er fjöldinn allur af klifrurum sem hefur aldrei sett inn bolta en nýtur góðs af striti annarra.

En það sem Hrappur er eflaust að vísa til er að þarna eru menn sem þiggja greiðslu fyrir að leiðseigja um svæðið og nýta sér aðstöðu sem aðrir hafa komið upp og hefur fram að þessu verið gjaldfrjáls (og verður vonandi áfram) !

Gott og vel ég get skilið hans sjónarmið en hvar á að draga mörkin ? Hvað með þau námskeið sem eru haldin eru, t.d. klettaklifurnámskeið í Valshamri þar sem leibeinandinn þiggur greiðslu fyrir að tilsegja nýliðum og hefur til þess afnot af boltum og akkerum sem hann á kannski engan þátt í að hafa komið upp.

Kannski ætti að koma á eins konar stef-gjöldum á boltaðar leiðir ?

Bestu kveðjur, D