Re: svar: Utanbrautarskíðun á léttan hátt

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Utanbrautarskíðun á léttan hátt Re: svar: Utanbrautarskíðun á léttan hátt

#53305
0907725389
Meðlimur

Innleggið frá Þorvaldi sýnir að það er full þörf á að koma nafni Fjallabyggðar á framfæri við hvert tækifæri og tengja það við Siglufjörð og Ólafsfjörð, en hafðu engar áhyggjur Böbbi, nöfn fæðingarbæjarins og gamla heimabæjarins þíns verða áfram notuð og gleymast ekkert. Mér fannst bara réttara að nota F-orðið í þetta skiptið þar sem ég bý í Ólafsfirði og var í raun að bjóða fólk velkomið til Siglufjarðar! Einhverjum hefði e.t.v. fundist það skrýtið.
Til að svara spurningunni þá var opið í Bungulyftuna um helgina samkvæmt heimasíðu skíðasvæðisins og þar stendur að færið hafi verið gott.

Bassi, ætli það sé ekki rétt að við ræðum verð, úr því ég er búinn að liggja á skíðunum þetta lengi og ef þú vilt losna við þau. Ég heyri í þér einhverntíman eftir að fer að daga…

Kveðja,
Jón Hrói