Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48546
0808624159
Meðlimur

Ágætu ÍSALP-félagar.
Þjóðgarðsvörður langar að leggja orð í belg og upplýsa ykkur um málið frá hendi þjóðgarðsins og Öræfinga. Það boðar ekki mikla gæfu fyrir félagsmenn að vera með æsing útaf þessu máli.
Þegar gengið er á Hrútfellstinda þá er farið inn í þjóðgarðinn, Hafrafell er innan þjóðgarðs, einnig lítill hluti Svínafellsjökuls, vestasti hluti Hrútfellstinda er einnig innan innan þjóðgarðsins.
Fyrst aðilar byrja að vitna í lög og reglur þá er rétt að geta þess að í 5 gr. reglugerðar um þjóðgarðinn í Skaftafelli, „þá er getið um að garðurinn er opinn gestum allt árið. ………. 1.júní-15.sept, fyrir utan þann tíma ber gestum að gera þjóðgarðsverði aðvart þegar þeir koma……….
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli gaf Sagafilm leyfi til kvikmyndatöku í gamalli grjótnámu við rætur Hafrafells. Landeigandi í Freysnesi gaf Sagafilm leyfi til að kvikmyndatöku í sínu landi.
Ef Róbert og félagar hefðu haft samband við þjóðgarðsvörð áður en þeir hyggðust ganga á fjallið þá hefði undirritaður verið hjálplegur til að ræða við starfsmenn Sagafilm og leyst úr þeirra vandræðum. Svínafellsjökull var ekki lokaður fyrir umferð.
Síðastliðna tvo mánuði hafa félagsmenn úr Landsbjörg (frá Höfn og Kára í Öræfum) unnið við öryggisgæslu við Hafrafell, fyrir Sagafilm. þannig að Landsbjargarmenn hafa verið á staðnum.
Eftir viku þá verður búið að taka leikmyndina niður og aðgengi að Hrútfellstindum „greiðfær“. Þeir sem hyggjast ganga á fjallið ættu að hafa þá reglu að hafa samband við þjóðgarðsvörð og björgunarsveitina Kára í Öræfum, áður en þeir ganga á fjallið. Björgunarsveitarmenn úr Kára og frá Höfn hafa þurft að hjálpa Alpaklúppsfélögum niður Svínafellsjökul eftir slys (fyrir tveim að þrem árum síðan var slæmt fótbrot hjá Ísalp félaga í Svínafellsjökli).

Þegar allir verða búnir að fá nóg af Batman. þá óska ég eftir að félagsmenn ræði um: öryggismál á fjöllum. Í undirbúningsnefnd að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, þá hefur verið rætt um öryggismál á jöklinu og jaðri hans. Ég spyr félagsmenn í ÍSALP hvernig á að haga öryggismálum á jöklinum og þegar gengið er á fjöll að vetri til? Á að vera einhverskonar „tilkynningarskylda“. þá til Landsbjargar, eða til þeirrar björgunarsveitar sem er á landsvæðinu? Til þjóðgarðsvarðar ef fjallið er innan þess svæðis sem hann hefur umsjón með. Hver er ykkar skoðun á þessu máli? Er þörf á betra öryggi fyrir útivistarfólk? Eiga aðrar reglur að gilda fyrir erlendagesti en okkur heimamenn? Á að borga tryggingu til að fá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn? Eru ÍSALP félagar of „góðir“ til að láta vita af sínum ferðum?

Óskað er eftir málefnanlegri umræðu.

kveðja Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og formaður Slysavarnarfélagsins Kára í Öræfum.