Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48537
Siggi Tommi
Participant

Ívar: Hrútsfjallstindar litu mjög vel út verð ég að segja. Þekki reyndar ekki mikið til leiðanna þarna upp þannig að ég hef ekki mikinn samanburð.
Fórum þarna í mars í fyrra líka og snjórinn undir 1000m er mun minni nú en þá. Fyrir ofan 1000m (fórum upp á 1170m tindinn upp frá Hafrafelli, ofan Sveltisskarðs) var sæmilega hart hjarn (ekki ís) og á köflum var kominn vindbarin skel af foksnjó ofan á, en það var óvíða eitthvað að ráði. Er að stefna á að setja inn myndir á Mínar síður á næstu dögum – líklega betra að þú dragir eigin ályktanir af því sem þú sérð þar enda stefnir þú væntanlega á brattari leiðir en við fórum.
Þó við höfum ekki farið nema rúmlega hálfa leið upp, þá var þetta samt alveg brilliant ferð, veðrið eins og best verður á kosið og perlur Öræfa skörtuðu sínu fegursta bæði í tungl- og sólskini. Fylgist með myndunum þegar þær koma ef þetta vekur áhuga…