Re: svar: Uppá fjalli, inní tjaldi..

Home Umræður Umræður Almennt Uppá fjalli, inní tjaldi.. Re: svar: Uppá fjalli, inní tjaldi..

#51126
1709703309
Meðlimur

Sæll Freyr,

Ég vil reyna að svara einhverju af þessum spurningum frá mínu brjósti.

-Upplýsingaflæði
Best að svara þessu fyrst. Ég er sammála og það er rétt hjá þér ef stjórnin hefði byrjað á þessu fyrir einhverjum árum þá hefðir þú betri innsýn í stjórnarstarfið (ekki illa meint : – ) ).

-Festivölin
Veit ekki til að ísfestivalið hafi alveg fallið niður. Merkilega við ísfestivalið er að til þess að halda það þurfa aðstæður að bjóða uppá að hægt sé að stefna tugi manns nokkuð langar vegalengdir. Til þess að freistast til að komast í góðar aðstæður hefur því verið frestað um viku í eitt skiptið (Ísafjörður fyrra skiptið) það gafst ekki vel, það varð fámennt en góðmennt (einn háskólanemi reyndar ættaður frá Ísafirði (Eiríkur), rauðbirkinn stubbur frá Akureyri (Böbbi) og löggiltur dvergur frá höfuðstaðnum (Stebbi) mættu), við nutum leiðsagnar snjóflóðabanans Rúnars Óla og félaga hans sem ég man ekki hvað heitir.

Telemark- og Ísklifurfestival gætu í fljótubragði virðst svipuð í skipulagningu. Þau eru það að hluta en ekki að öllu. T.d. grunnatriðið aðstæður; það þarf ekki nema einn til tvo daga af óhagstæðu veðri til þess að klifuraðstæður bresta þetta tekur yfirleitt lengri tíma með skíðaaðstæður. Fyrir utan þegar búið er að stefna fólki til Akureyrar þá er hægt að skíða á Dalvík, Ólafsfirði og jafnvel Siglufirði.

Stjórnir síðustu ári vita um mikilvægi þessara liða og hafa verið gráti næst þegar ekki hefur tekist að framfylgja áætlunum varðandi Ísklífurfestivalið. Nóg um þetta í bili.

-Ársrit
Stefnt er að því að Útiverumenn taki að sér útgáfu næsta ársrits.

-Árshátíð

Haldnar hafa verið nokkrar uppákomur síðustu ár og hefur mæting oft verið frekar dræm. Jólaglögg var haldið fyrir 3 2005 og fór fullur mannætupottur af jólaglöggi mjög illa í þá 3 sem mættu.

-Tópóar
Jökull Bergmann hefur sýnt því áhuga að fá að vinna að tópóum og hefur nafn Sigurðar Tómas. líka verið nefnt í þeim efnum. Ísklifurfestivalið er haldið í Kaldakinn núna til að hægt sé að fá þéttari tópó um Kaldakinn.

Með kveðju,
Stefán Páll