Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

Home Umræður Umræður Almennt Tröppur í klettunum í Esjunni!!? Re: svar: Tröppur í klettunum í Esjunni!!?

#49983
1908803629
Participant

Ég hljómaði kannski þröngsýnn í upphafspóstinum en það er ekki tilfellið.

Ég er auðvitað mjög hlynntur því að sem flestir geti haft kost á því að fara á fjöll og að þar sem – þörf – er á þá er hið besta mál að setja upp öryggiskeðju.

En það er spurning um þörfina og hversu langt þarf að ganga og finnst mér eins og tröppurnar séu fullmikið. Til viðbótar við það þá er ástæða til þess að velta vöngum yfir því af hverju þessi „örugga leið“ sé á þessum hluta þegar það er þekkt staðreynd (er það ekki annars) að það er auðveldara og öruggara að fara vinstra megin upp klettana. Af hverju var þessi leið ekki sett þar?

Annars fannst mér þetta bara kjörið umræðuefni og fannst ég verða að skella þessu á spjallið og virðist það hafa skilað tilætluðum árangri ;-)

Getur þetta ekki orðið hitamál eins og boltarnir? Með tveimur fylkingum og læti:-P

P.S. þegar við vorum að fara niður þá var maður þarna sem þorði ekki að fara keðjuleiðina og fór frekar vinstri/norður hliðina þar sem hann taldi hana öruggari… áhugavert