Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51968
1410693309
Meðlimur

Með sömu rökum er líklega full ástæða fyrir ÍSALP að fara sömu leið og skálinn (og Fjallamenn) og segja sig til sveitar hjá FÍ! Hvað sem hver segir væri það mikill hnekkir fyrir klúbbinn ef það verður niðurstaðan að hann getur ekki haldið út skálanum. Kannski eru það hins vegar örlög klúbbsins að vera kjaftaklúbbur á Netinu og nokkur sófasett í Reykjavík.

Auðvitað er það nýtt element ef fyrir liggur að FÍ skuldbindur sig til að koma skálanum í upprunalegt horf, halda honum óbreyttum (í stað þess að byggja hálendismiðstöð) og tryggja þannig aðgengi fjallamanna að svæðinu.

Ef þetta er tilgangur FÍ sé ég enga ástæðu til að skálinn verði seldur. Endurbygging skálans ætti þá miklu frekar að verða samvinnuverkefni FÍ og ÍSALP og skálinn rekinn undir merkjum beggja félaga.

Ég hvet menn, enn sem fyrr, til að flýta sér hægt. Hefur það verið skoðað af alvöru til hvaða ráðstafana er hægt að grípa, annarra en að selja? Ég minni á að það er aðeins tvö ár frá því að tekið var að læsa skálanum sem er (því miður) lykill að bættri umgengni.