Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51966
2806763069
Meðlimur

Ég verð að játa eins og Helgi Borg að ég er orðinn tvístígandi í þessu máli.
Orð Ara Trausta vega vissulega þungt og ég er (sem fyrr) sammála honum í því að skálinn er fyrst og fremst sögulegar minjar sem ber að sýna tilhlýðilega virðingu.

Ég er einnig sammála því að FÍ hefur án efa betri burði til þess að standa vel að málum en ÍSALP og að ÍSALP hefur fengið sitt tækifæri.
Það er hinsvegar sárt að láta frá sér skálann og erfitt að velta ekki fyrir sér hvort verðið sé rétt og hvort það hækki í framtíðinni. Á hina hinn boginn þá er ÍSALP ekki fjárfestingarfélag, þó auðvitað sé það verk stjórnar að ráðstafa eigum klúbbsins þannig að heildar hagsmuna ÍSALP sé best gætt hverju sinni.

Ég get líka sagt að það eina sem fengi mig til að nýta þetta svæði og skálann meira er ef hann væri í topp standi. Þannig að skíðatúr gæti falið í sér skemmtilega skálastemmingu í þurrum, upplýstum, hlýjum og snyrtilegum skála.

Það eina sem ég veit er að ástandið getur ekki verið eins og það er í dag – eitthvað þarf að breytast!

Ívar