Re: svar: Tindfjallaskáli kominn í bæinn.

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskáli kominn í bæinn. Re: svar: Tindfjallaskáli kominn í bæinn.

#52968
Sissi
Moderator

Já, stórt props til ofangreindra sveita, Miðdalsfeðga og Tomma ásamt öllum sem að verkinu komu.

Verð að viðurkenna að ég hélt aldrei að þetta gæti gengið svona ofsalega vel og hratt fyrir sig, þvílíkir snillingar þarna á ferð.

Verulega gaman að koma að þessu, það var svo mikið af tækjum og tjökkum og stöffi í gangi að ég er ekki frá því að ég sé með miklu meira bringuhár eftir helgina.

Magnað hvernig eitthvað fylleríisrugl í fyrrum Sovét getur valdið svona langri og afar skemmtilegri þynnku, að hlutirnir séu raunverulega komnir vel á skrið.

Nú mega Ísalparar endilega fara að leggja fyrir 1000 kall á mánuði og pesta vini og ættingja sem gætu reddað okkur styrkjum, efni, peningum nú eða aðstoð.

Kveðja,
Sissi