Re: svar: Tindfjallaskáli

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskáli Re: svar: Tindfjallaskáli

#53021
Sissi
Moderator

Viðræður standa yfir um endanlega staðsetningu, þegar þau mál eru komin á hreint verður byrjað að rífa smá og kanna ástandið. Einnig eru styrkjaumsóknir á döfinni.

Þegar þessi atriði eru komin á hreint er hægt að leggja niður grófa áætlun og svara restinni af spurningum þínum, þ.e. hvað við getum notað sjálfboðaliða í, hvar á að mæta og hvenær.

Að öllum líkindum verður Guttormur byggingarstjóri.

Síðan þarftu ekki annað en að skoða myndirnar af flutningnum til að sjá hvað við erum þaulskipulagðir ;)

Kveðja,
Sissi