Re: svar: Thailand

Home Umræður Umræður Almennt Thailand Re: svar: Thailand

#51552
0804743699
Meðlimur

Blessaður Sveinn!
Af nógu er að taka…
Köfun: Eitt besta byrjendasvæði í heimi er á Koh Samui á austurströndinni. Mjög fallegt svæði og þjóðgarður rétt hjá. Menn flytja sig svo oft yfir á Koh Phi Phi og Puket, og þeir allra hörðustu yfir á Koh Similian, annars er af nógu að taka og margir fallegir staðir utan alfaraleiðar. Góðir skólar eru á svæðinu og allur búnaður til alls. Gæti verið sniðugt að taka fyrsta námskeiðið á Koh Samui og fara svo eitthvað annað.
Klifur: Þarna kemur eiginlega bara einn staður til greina, sem er eitt flottasta klifursvæði í heimi. Prah Nang eða Railey Beach og Ton Sai. Frábært svæði með milljón möguleikum og skemmtilegum dagsferðum allt í kring. Þarna er hægt að leigja allt eða kaupa. Í það minnsta 3 eða fjögur fyrirtæki á svæðinu. Sniðugt að taka þetta eftir köfunina í Koh Samui en það er hægt að taka rútu+lest beint til Krabi og þaðan með taxa og longtail boat til Railey Beach. Nóg til af efni á netinu, ég á líka topo ef þú vilt glugga í þá áður en þú ferð!

Kveðja,
Bárður Örn