Re: svar: Telemarkhelgin

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin Re: svar: Telemarkhelgin

#51271
0310783509
Meðlimur

Alltaf fljóta þessi ár hjá jafn hratt, enn eitt Telemark festivalið sem ég missi af. Skellti mér á telemark skíði hérna í síðustu viku til að rifja upp gamla tíma og þetta er auðvitað eins og að hjóla, gleymist aldrei. Hér í Golden – Canada hefur annars snjóað tæpan metra síðustu vikuna af hreinu kampavíns púðri og skíðamennskan ótrúleg vægast sagt en furðulegast er að maður skuli samt alltaf hugsa heim þrátt fyrir ótrúlegar aðstæður með sökknuði yfir því hverju maður er að missa af og þá stendur Telemark helgin uppúr í þeim málum.
Skemmtið ykkur vel og drekkið einn kaldan fyrir okkur sem erum fjarri góðu gamni.
Bestu kveðjur á klakann
Einar Ísfeld og frú Erin