Re: svar: — TELEMARKHELGI 2007 —

Home Umræður Umræður Skíði og bretti — TELEMARKHELGI 2007 — Re: svar: — TELEMARKHELGI 2007 —

#50886
SissiSissi
Moderator

Ég lét náttúrulega platast, og að sjálfsögðu sögðu norðanmenn:

„Þú hefðir átt að vera hérna í gær veeenur, ég fékk köfnunartilfinningur það var svo mikið púður“ ;)

En annars var bara eðall í Hlíðarfjalli fyrir brettamenn, við vorum í vindpökkuðu púðri í Suðurdal á laugardaginn í góðum fíling. Gott skyggni en töluverðar snjóflóðaaðstæður, þannig að toppaferðir voru offaðar. Enda kom á daginn að nokkur flóð féllu seinnipartinn.

Sunnudagurinn var svo tekinn rólega, enda fengu lærin að kenna á því í krefjandi færi á lau.

Alltaf gaman að skreppa norður, og komið fínt undirlag á svæðið.

Vonandi að eitthvað fari að gerast sunnan heiða.

Siz