Re: svar: Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51638

Ég nenni ekki í rökræður um tetra hér, enda ekki vetvangurinn fyrir það. Flott kerfi fyrir lögguna og aðra viðbragðsaðila. Ég nenni bara ekki að vera með tvær talstöðvar á mér í aðgerð.

Annars um tilkynningarkerfi. Í fyrra sá ég fyrir neðan klifursvæðið Yamnuska í Kanada einskonar Log-bók í vatnsheldum kassa sem klifrarar skrifuðu nöfnin sín í og sögðu hvaða leið þeir ætluðu og hvenær þeir lögðu af stað. Það yrðu hins vegar margar svona log-bækur ef við vildum svona kerfi hér heima. Langaði bara að benda á að þetta er leið sem er notuð.

Svo á bara að brýna fyrir ferðamönnum að láta vita af ferðum sýnum og sýna skynsemi.

Ágúst Þór

Lengi lifi VHF