Re: svar: Stóri Bróðir

Home Umræður Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51647
2806763069
Meðlimur

Ég var búinn að skrifa ofangreint áður en Olli skrifaði sinn pistil hér kemur því framhaldið (já, það er rólegt í vinnunni í dag):

Ástæðan fyrir því að ÍFLM notar ekki Virkisjökulinn er einfaldlega sú að það er mun auðveldara að fara Sandfellið. Þar eru einnig engar brekkur þar sem snjóflóð geta fallið (nema í Hnjúknum sjálfum). Það sem gerði útslagið með þetta var það að jökullinn hafði hörfað mikið í stóru fönnunni þar sem hækkunnin byrjar eftir að komið er af skriðjöklinum. Landslagið þar varð einfaldlega of óstöðugt og erfitt yfirferðar.

Áður en til þessa kom vorum ÍFLM farnir að færa sig yfir á Sandfellið þegar leið á sumarið vegna þess að stór sprunga lokaði leiðinni við Dyrhamar. Reyndar er líklega enn hægt að fara þessa leið á hvaða árstíma sem er með því að læðast undir Dyrhamarinn. Það er hinsvegar ekki hægt að réttlæta hættuna á grjóthruni úr Dyrhamrinum þegar menn eru á ferð með óvant fólk og/eða stóra hópa.

Svo held ég ekki að þú þurfir að hafa neinar áhyggjur af því að menn meini þér aðganga að fjallasvæðum á landinu. Þetta er fyrst og fremst bara fyndið og ekki nokkur hætta á að málsmetandi menn taki svona pælingar alvarlega.

Ég hvet þig (Olli) og aðra þá sem hafa bakgrunninn til að meta þær hættur sem eru í fjalllendi að taka ákvarðanir á eigin forsendum. Það sem kemur í fjölmiðlum er ekki endilega það rétta og ég hef aldrei litið á það sem einhvern heilagan sannleik.
Á sama tíma er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að þegar ferðast er með óvönnu fólki eru öryggiskröfur allt aðrar en þegar maður er með félaganum. Því verður að meta hættur og taka ákvarðanir á annan hátt. T.d. nota ekki Virkisjökulinn vegna hættu á grjóthruni!