Re: svar: Sósíalstemning í Tvíburagili

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Sósíalstemning í Tvíburagili Re: svar: Sósíalstemning í Tvíburagili

#53567
Freyr Ingi
Participant

Já, ég játa að ég er inni á því að byggja upp svæðið og bolta leiðir. Þar með talið „Síams“.
Sé ekki annað en það teljist sportinu til góðs að gera leiðir aðgengilegar, alla vega var tvíburagilið stappað af klifurgrísum í gær að máta leiðina sem var boltuð.

Fyrirvari á boltun leiða er þó að bjóði leiðin upp á augljósar hefðbundnar tryggingar ætti að sjálfsögðu ekki að bora og bolta.

Mér sýnist og heyrist bara að „Síams“ detti ekki inn í þann flokkinn.

En Haukur, það var heldur ekki ís í efri partinum þannig að þó að stemming hefði verið fyrir að síga og fortryggja (sem var ekki hjá neinum því að það eru boltar á svæðinu) þá vantaði efri partinn. Íspartinn sko.

Búhamrar eru inn í dag!

F.