Re: svar: Skráning á leiðinni Saurgat Satans

Home Umræður Umræður Klettaklifur Skráning á leiðinni Saurgat Satans Re: svar: Skráning á leiðinni Saurgat Satans

#48960
2005774349
Meðlimur

Vegna skrifa Óla R. og Helga B. fann ég mig tilneyddan til þess að slá inn nokkrar línur.

Ég held að menn séu almennt að misskilja nafnið sem leiðinni var gefið, Saurgat Satans.

Ég hef það eftir áræðanlegum heimildum (ég þekki bæði Hrapp og Rafn ágætlega), að nafnið lýsi leiðinni mjög vel, sem algerum sparigrís Andskotans (sbr. seðla og auragat Satans, saurgat stytt).

Ég óska þeim til hamingju með leiðina og smart nafn, og hvet þá til þess að láta tilmælin hér að ofan sem vind um eyru þjóta.

Bestu kveðjur,

HRG, útsendari Andskotans.