Re: svar: skíðajól – aðstæður

Home Umræður Umræður Skíði og bretti skíðajól – aðstæður Re: svar: skíðajól – aðstæður

#52131
Gunnar Már
Participant

Ég er einmitt einn af þeim sem mætti um það leyti sem þið létuð ykkur hverfa. Að vísu á fjallaskíðum en ekki vélsleða.

Við fundum geggjaða púðurtunnu austanmegin við Suðurgil. Við röltum upp línuna sem þið komuð niður og fórum yfir hrygginn. Þar aðeins í áttina að stólalyftunni var ósnert púður. Við gengum svo þeim megin í átt að Kóngsgili og þar var það sama upp á teningnum, allt fullt af púðri.