Re: svar: Skíða-, telemark- og brettakort

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíða-, telemark- og brettakort Re: svar: Skíða-, telemark- og brettakort

#49192
Sissi
Moderator

Verður dagurinn áfram á sama verði? ;)

Annars kíkti ég uppeftir í gær, nýja lyftan lúkkar ekkert smá vel. Hún liggur úr gilinu, hægra megin, á svipuðum stað og gamla, og upp á topp, þar sem gamla topplyftan var.

Búið er að breikka öxlina frá toppnum niður að gömlu lyftu og jafna hallann. Bætist við fín brekka þar. Einnig er hægt að renna sér niður í Suðurgil. Svo er náttúrulega besta brekka svæðisins þarna beint framaf. Spurning hvort lítil grey með lausa hæla leggja í það.

Þetta er ótrúlegt mannvirki. Gamla lyftan lítur út eins og jöklalyfturnar í Kelló í samanburði. Myndir af framkvæmdum á skidasvaedi.is.

Síðan er kominn vegur via Suðurgil upp á topp sem býður upp á skemmtilegt downhill á hjóli + vorskíðun á bíl.

Snjóalög á svæðinu eru prýðileg enn sem komið er, hefur örugglega verið þokkalegt rennsli í síðustu viku.

Svo má til gamans geta þess að við héldum reisugill, klifruðum upp í toppstöðina með köku með kertum á, rótsterkt kaffi og fínerí ;)