Re: svar: Skál

Home Umræður Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: svar: Skál

#51959
Ólafur
Participant

Örlygur hefur rétt fyrir sér. Hversvegna þessi asi?

Skálinn á sér merka sögu sem er að miklu leiti tengd upphafi fjallamennsku á Íslandi og síðar stofnun Ísalp. Saga hans er miklu merkari en t.a.m. saga Bratta ef út í það er farið. Hann er á verðmætu svæði sem á aðeins eftir að verða verðmætara (sérstaklega í ljósi umræðu um að koma á fót skíðalyftum í Tindfjöllum).

Slökum aðeins á og látum reyna á það til fullnustu hvort klúbburinn geti ekki haldið úti skálanum svo sómi sé að. Það er ljóst af umræðunni að margir félagar hafa taugar til skálans. Vonandi leiðir hún til þess að menn láti verkin tala.

Ekki selja!

Að lokum: 500k er náttúrulega bara grín og það er eins hægt að gefa kofann. Ég er til í að ganga inn í „FÍ samninginn“ með sömu kvöðum gagnvart ísalp og bæta einu núlli fyrir aftan upphæðina.

-órh