Re: svar: Silvretta bindingar

Home Umræður Umræður Almennt Silvretta bindingar Re: svar: Silvretta bindingar

#53122

Nú tilheyri ég hliðarrennslishópnum en hef góða reynslu af því að nota skíði til að ferðast í fjalllendi (síðri af því að renna mér niður). Nú megið þið Sissi og Himmi segja mér (okkur) í fullri hreinskilni… hvernig er þetta splittbrettadæmi að virka? Erum við að tala um að þegar þetta er samsett þá sé maður bara með solid bretti undir löppunum með flestum þeim eiginleikum sem prýða gott bretti, eða er þetta gott MIÐAÐ VIÐ að þetta er í tveimur pörtum? Og gerir það sig virkilega að renna sér svo í plastskóm t.d.?

Mig langar massa mikið til að prófa gott splittbretti, þ.e. labba á því með skinnum, upp slatta bratta og svo njóta þess að renna mér á hlið niður aftur. Það ætti líka að fara minna fyrir þessu á bakpoka en heljarinnar löngum skíðum.

Komið með endilega með eitthvað um pros and cons…

Hils,
BH