Re: svar: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal

Home Umræður Umræður Klettaklifur Nýr leiðarvísir fyrir Stardal Re: svar: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal

#51392
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Mig grunar að það hafi verið „leiðin er tortryggð“ sem hafi farið fyrir brjóstið á PS.
Hann vill meina að með nútíma stærðum af vinum og svoleiðis séu margar áður tortryggðar leiðir það ekki lengur.
Það má vel vera en þó líklega ekki algilt, því sumar sprungur uppfrá eru sennilega jafn ótryggjanlegar nú og þá.
Ég fór þó að ráðum PS og hreinsaði þetta út víðast hvar.

Fleygurinn er ennþá í Hvíta deplinum ef ég man rétt (það er alla vega fleygur í svarta veggnum).
Palli ætti kannski bara að hamra járnið úr aftur og fara leiðina „klín“ til að sanna mál sitt… :)