Re: svar: Nokkrar staðreyndir …

Home Umræður Umræður Almennt Nokkrar staðreyndir … Re: svar: Nokkrar staðreyndir …

#51962
0309673729
Participant

Ég var einn af þeim sem voru frekar á því að afhenda FÍ skálann til eignar sökum vangetu Ísalp á að viðhalda honum sómasamlega. Eftir að hafa lesið umræðuna og hugsað málið fóru að renna á mig tvær grímur.

Í mínum huga skiptir eftir mestu máli, í þessari röð:
1) Að tryggja áframhaldandi aðgengi að svæðinu fyrir fjallamenn til langs tíma.
2) Að tryggja áframhaldandi aðgengi að skála á svæðinu fyrir fjallamenn til langs tíma.
3) Ef Ísalp ákveður að selja skálann, þá fái félagið réttmæta upphæð fyrir. Fé sem þá er hægt er að nýta til að stuðla að uppbyggingu fjallamennsku á Íslandi.

1)
Tindfjöll eru feikilega gott og fallegt svæði fyrir fjallamenn. Vitað er að ýmsir aðilar hafa haft plön um svæðið. Fljótshlíðin er að miklu leyti komin í einkaeigu. Mig mundi ekki undra að einhverntímann, af einhverjum sökum, verði reynt að hindra aðgengi fjallamanna að svæðinu. Ef og þegar að því kemur er það klárlega okkur í hag að eiga skála á svæðinu.
2)
Ef FÍ á skálann þá er ákvörðum um not hans komin úr höndum félaga Ísalp. FÍ í gæti þannig hugsanlega, einhverntíman, á eigin forsendum, tekið ákvörðum sem illi því að fjallamenn hefðu ekki lengur aðgang að skála á svæðinu.
3)
Skáli á þessu svæði er meira virði en 500.000. Ef við látum hann á annað borð, og þar með hefðaréttinn, getum við fengið meira fé fyrir hann sem þá nýtist félaginu á öðrum sviðum.

Ég segi því nei við að afhenda FÍ skálann.

Hinsvegar er óvitlaust að funda um skálann á öðrum forsendum. Fyrirkomulagið á viðhaldi skálans gengur ekki upp. Það þarf að ræða það. Væri hægt að gera samning við einhverja félaga um viðhald hans? Er skynsamlegra að byggja nýjan frá grunni, í byggð og flytja í heilu lagi uppeftir? Það þarf líka að ræða hinn skálann okkur á svipuðum forsendum.

með kveðju
Helgi Borg