Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51782
0703784699
Meðlimur

….Ísalp getur gert mikið gang með því að veita upplýsingar (í gegnum síðu og spjall) og taka vel á móti fólki, án þess að standa mikið í massífum námskeiðum eða ferðum sérstaklega fyrir byrjendur.
…..erumvið þá ekki sammála Björgvin?

Ég kannski er ekki sá orðheppnasti, á það til að vera full harðorður f. flesta og taka of djúpt í árina.

Aldrei kom það fram í skrifum mínum að loka á vissa hópa, en bara að vera með stefnu/markhóp ísalp á hreinu. Þó þú labbir á Helgafellið þá áttu ekki að vera útskúfaður úr Ísalp, heldur bara að Ísalp sé ekki að eyða púðri sínu í þá átt….það eru hópar sem hafa tekjur af því að sinna því og því eigum við að huga að öðru.

Björgvin nefnir þarna kjarnastarfsemi sem er mikilvægt að halda utan um, þær sömu og ég hef nefnt áður og tel mikilvægar (lífsnauðsynlegar) í starfi ísalp til að mynda hópa, kynnast fólki, mynda tengsl en þessir atburðir eru oft þeir einu sem ég hitti marga góða klifurfélaga á og hugmyndir að næstu ferð koma á…..held að fæstir vilji að Ísalp verði að einhverjum mömmu (aftur tek ég skemmtilega til orða) klúbbi sem býr til nestið þitt og allt í ferðirnar þínar.

Húsnæðið þarf ekki að vera stærra eða flottara, Q&A er alveg sniðugt og fullt af öðru hefur komið fram sem er sniðugt svo framarlega sem það bitnar ekki á kjarnastarfsemininni.

kvHimmi sem ennþá bryður rakvélablöð (stolið úr myndinni Cherry 2000 sem margir feministar ættu að sjá….en þar er konan orðin óþörf þar sem við karlmennirnir eigum allir dúkkur og Cherry 2000 er vinsælasta týpan, skemmtileg mynd en allaveganna 10 ef ekki 15 ára, og fjallar um hvernig „tomboy“ gellan þarf að hjálpa metro gæjanum að ná í nýja Cherry 2000 þar sem hans bilaði)