Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir… Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir…

#51780

…getum þá eins spurt okkur hvað í fjandanum ALPA-klúbbur hafi yfirleitt að gera á Íslandi með enga alpa. Auðvelt að tapa sér í orðaleikjum og hugtakapælingum, en það er ekki aðalmálið.

Einn grínari hér að ofan er líklega ekki alveg með það á hreinu hvað er að vera feministi. Nokk þreytandi svona old-school karlrembutuggur.

En að því sem skiptir máli. Eftir að hafa rennt yfir kommentin í könnuninni og aðrar niðurstöður þá er ég að festast meira í þeirri skoðun minni að hafa alla yfirbyggingu og óþarfa umstang sem minnst.

Vefsíða og ársrit:
Fyrir mér er vefsíðan og ársritið algjörlega þungamiðja Ísalp. Vefsíðan grundvöllur skoðanaskipta og ársritið fræðandi annáll. Hvorugt er bundið við ákveðinn stað á landinu og því geta allir notið herlegheitanna. Eins og einhver sagði þá er umbylting vefsíðunnar ekki lykilatriði, en auðvitað má bæta hana tæknilega ef þörf er á, heldur skiptir öllu máli hversu virkir félagsmenn eru í að setja þar inn efni, tjá sínar skoðanir og skiptast á ferðasögum, almennri reynslu og öðru sem kemur að gagni. Nú hefur ársritið líka verið hafið til fyrri vegar og viðringar, glæsilegt!

Viðburðir og aðstaða:
Aðstaða til að hittast, halda myndasýningar og annað, er eitthvað sem ég tel mikilvægt. Það má deila um hvað sé hentug aðstaða, en einhver verður hún að vera að mínu mati. Hún er hreint ljómandi sú sem fyrir er, en ég hef ekki hugmynd um kostnaðinn við hana. BANF finnst mér ómissandi og bara verðugt markmið að láta það dæmi koma út í plús. Gekk það ekki annars síðast? Að fá reynslubolta að utan til að tala og sýna myndir er líka gott mál, enn og aftur spurning um aura og áhuga.

Ís- og klettaklifurfestival, ekki spurning… grunnelement í alpínisma. Sýnist telemarkfestival líka vera að gera það gott þó ég sé ekkert inni í því dæmi. Skálarnir tveir eru á klassískum svæðum sem eru algjörar perlur og að mínu mati fínt að viðhalda þeim en ekki endilega bæta við nýjum.

Námskeið og nýliðar:
Samstarf um námskeið við Fjallaleiðsögumenn og Klifurhúsið er gott mál. Hægt að auka efni inni á heimasíðunnu fyrri nýliða og forvitna. Til dæmis QnA eins og einhver nefndi o.fl. Allt spurning um tíma og nennu. Ísalp getur gert mikið gang með því að veita upplýsingar (í gegnum síðu og spjall) og taka vel á móti fólki, án þess að standa mikið í massífum námskeiðum eða ferðum sérstaklega fyrir byrjendur.

Keep it simple, keep it real.

Kv. Björgvin