Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

Home Umræður Umræður Almennt Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 Re: svar: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2

#51793
Smári
Participant

Himmi ef harðkjarna pönkið sem þú nefndir verður vinsælt og margir fara að hlusta á það, hættir það þá að vera harðkjarna?

Er snjóbretti hætt að vera jaðarsport vegna þess að það eru svo margir farnir að stunda það?

Eða eigum við kanski að gera greinarmun á því hvort menn renna sér í barnabrekkunni eða leika sér á big-jump eða renna sér offpist í bröttum brekkum.

Ég held að það sé ekki hægt að segja að þetta og hitt sé harðkjarna sport en ekki eitthvað annað. aðal atriðið í mínum huga er hvernig það er gert. Ef það er harðara (e. rough) heldur en það sem gengur og gerist hjá almenningi þá er það harðkjarna. Þannig að bretta fólk sem eingöngu svigar niður Kóngsgilið eru ekki harðkjarna.

Ég vona að þetta skiljist ekki eins og það að vera ekki harðkjarna sé minna „cool“ því það finnst mér alls ekki.

kv. Smári

ps. þetta er bara nokkuð skemmtileg umræða þó að hún sé löngu hætt að snúast um ÍSALP