Re: svar: Neyðarsendir – GPS

Home Umræður Umræður Almennt Neyðarsendir – GPS Re: svar: Neyðarsendir – GPS

#52837

Góður punktur hjá Ingvari. Nú hefur maður ekki svo mikið vit á þessu. Ég veit til að mynda ekki hverskonar búnað þarf í svona langdrægar sendingar. Hélt kannski að málið væri einmitt að þetta væru „langdrægir“ sendar sem þýddi þá að það væri sendir á loftneti einhversstaðar sem næði svo yfir stórt svæði, en að ekki þyrfti að hola niður loftnetum með reglulegu millibili til að dekka, eins og í þessu tilfelli, hálendið. En eins og ég segi, væri gott að fá einhvern til að fræða okkur um það sem veit meira um málið.

En mikið er ég sammála um að það væri mjög miður ef allir væru sí og æ blaðrandi í símann í miðri ferð og misleiðinlegir hringitónar myndu rjúfa kyrrðina reglulega. En maður vonar að fólk muni í þessum tilfellum hafa vit á að slökkva á þessum andskotum.