Re: svar: Neyðarsendir – GPS

Home Umræður Umræður Almennt Neyðarsendir – GPS Re: svar: Neyðarsendir – GPS

#52833
2008633059
Meðlimur

Þetta er reyndar nokkuð sniðug græja. Í stuttu máli er SPOT sambyggður GPS móttakari og gervihnattasendir sem þýðir að það næst samband óháð símkerfinu. Notast er við Globalstar-kerfið og það er miðstöð í Bandaríkjunum sem sér um að koma boðum áfram, þ.m.t. neyðarköllum. Þeir virðast alveg standa sig í stykkinu sbr. þessa frétt: http://www.outdoorsmagic.com/news/article/mps/uan/5303

Keypti mitt tæki hjá REI.com en hér á landi er t.d. Haftækni á Akureyri að selja þetta. Er reyndar ekki kominn með mikla reynslu af notkun tækisins en hef í það minnsta náð samband hér í bænum! Prófa þetta svo betur á fjöllum á næstu vikum.

Athugið að fyrir utan kaupverð þarf líka að greiða áskriftargjald fyrir þjónustuna, 99 evrur á ári. Innifalið í því eru neyðarköll og tvær tegundir skilaboða (ásamt staðsetningu) á netföng. Einnig er hægt að senda skilaboðin í SMS en þá þarftu að senda á „email2SMS“ gátt hjá viðtakanda (hjá Símanum <símanúmer@vit.is>) og hann að skrá sig í þannig þjónustu sem er frítt. Viðbótarþjónusta eins og „trakking“ og leitar/björgunartrygging kostar svo 40 evrur í viðbót.

Það er líka rétt að taka fram að SPOT er ekki samskonar neyðarsendir og notaðir eru í skipum og bátum. Slíkir sendar (PLB) kosta mun meira og eru takmarkaðir við að senda út neyðarkall. Einnig hafa yfirvöld verið treg við að samþykkja notkun þeirra á landi, t.d. er bara nýlega búið að gefa leyfi fyrir slíkri notkun í USA. Á móti kemur að meiri reynsla er komin á notkun þeirra, hægt er að miða þá út af björgunarmönnum, þeir eru gæðavottaðir og viðurkenndir um allan heim af björgunaraðilum.

En kannski er ástæðulaust spá meira í þessu miðað við þau áform sem símafélögin eru með um aukna útbreiðslu farsímasambanda. Sé ekki betur en að bæði Síminn og Vodafone/NOVA ætli að dekka mest allt af landinu með langdrægum GSM/3G-sendum. Líklega þó betra að hafa einnig varasamband og þar virðist SPOT vera álitlegur kostur.

Spjallþráður hjá 4×4 um SPOT:
http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=gpsogleidir/11721

Úttekt á SPOT:
http://www.equipped.org/SPOT_ORSummer2007.htm
http://www.equipped.org/blog/?p=73

kv,
JLB