Re: svar: Netverslanir á Ítalíu eða í evrópu

Home Umræður Umræður Almennt Netverslanir á Ítalíu eða í evrópu Re: svar: Netverslanir á Ítalíu eða í evrópu

#52310
2806763069
Meðlimur

Spurning hvort ekki ætti að fá Útilíf til að sponsera link á allar helstu netverslanir hér á isalp.is.

Sammála með Tele-Pyrenees – algerlega topp þjónusta sem á vart sinn líka.

Sumir hafa einnig notað http://www.barrabes.com/ sem er spænsk.

En án gríns væri sniðugt að hafa svæði hér á síðunni þar sem menn gætu sett inn upplýsingar um verslanir hér heima og erlendis með umsögn um þjónustu og vöruúrval. Svona spurningar eru nokkuð algengar og greinilega eftirspurn eftir upplýsingunum.

Hið sama væri hægt að gera um erlend klifursvæði. Menn gætu fyllt út grunn upplýsingar um svæði/leiðir/fjöll sem þeir heimsækja í gagnabanka. Aðrir klifrarar sem hyggjast fara á sömu slóðir gætu þá sótt í bankann og séð hverjir hafa farið áður. Þá gætu menn haft beint samband við for-farana með sínar spurningar. Ómetanlegt!

Enn það er auðvelt að tala vitandi að vinnan lendir ekki á mér!

Kv.
Úr sófanaum