Re: svar: myndir á vefnum

Home Umræður Umræður Almennt myndir á vefnum Re: svar: myndir á vefnum

#47703
Ólafur
Participant

Málið er það að við vorum með hugmyndir uppi um að senda þessa mynd í blaðið FHM (en á myndinni flagga ég einmitt special edition af því ágæta blaði – 100 sexiest women of the year 2000 – sem hélt okkur við efnið þessar 6 vikur í Perú). Í blaðinu auglýstu þeir að maður gæti unni viskýkassa fyrir „letter of the month“ og við töldum okkur vera með öruggan sigurvegara (J-Lo á Huascaran !). Síðan kemur í ljós að þetta gilti aðeins fyrir breska ríkisborgara. Ég ætlaði nú að reyna að fiffa það eitthvað en í næsta blaði á eftir var búið að breyta verðlaununum í kassa af rakspíra og þá missti ég eiginlega áhugann og hugmyndin kulnaði….
Næst verður það ekkert hálfkák, ég fer með Hustler.
ÓliRaggi