Re: svar: Mun þessi ríkisstjórn stuðla að raunverulegri sátt í umhverfismálum?

Home Umræður Umræður Almennt Mun þessi ríkisstjórn stuðla að raunverulegri sátt í umhverfismálum? Re: svar: Mun þessi ríkisstjórn stuðla að raunverulegri sátt í umhverfismálum?

#51504

Svo er spurning hvernig þetta lið skilgreinir „óröskuð svæði.“ Hingað og þangað er búið að vera bora tilraunaholur og raska á annan hátt í til undirbúnings. Svo á maður alveg eftir að sjá hver niðurstaðan verður úr „endurskoðaðri rammaáætlun.“

Held það sé alltof snemmt að hrósa happi. Sáttmálinn er svo diplómatískt orðaður eins og allt sem pólitíkusar láta út úr sér að þeir geta hæglega lagt annan skilning í orðin en við.

Við höfum nú öll séð Ingibjörgu Sólrúnu segja eitt en gera allt annað…. sagðist sko ekki ætla á þing og myndi halda áfram sem borgarstjóri út tímann, en fór svo á þing auðvitað og hætti sem borgarstjóri. Bara svona eitt dæmi.

Gott að losna við steingervinginn Framsóknarflokk. Eitthvað varð að breytast eftir þessar miklu sviptingar í fylgi flokkanna, annað hefði verið ólýðræðislegt. Sjáum hvernig þetta þróast, en höldum okkur á tánum.