Re: svar: MÓTMÆLI!

Home Umræður Umræður Almennt MÓTMÆLI! Re: svar: MÓTMÆLI!

#50664
0412882649
Meðlimur

Ég mótmælti við stjórnarráðið þennan dag, fannst það eiga betur við en Alþingishúsið því Geir h. haarde var enn að vinna. Ökumaðurinn hans var að bíða eftir honum úti og ég nýtti mér tækifærið með félaga mínum og hélt sorgarmótmæli. Félagi minn lagðist á bekk sem dauður lægi við stjótnarráðið á meðan ég stóð við hlið hans með íslenska fánan hálfblaktan. Forsetisráðherra gekk svo framhjá okkur 10 mínútum síðar og gaf okkur illdarauga. Hann hringdi á lögregluna og hún kom og fylgdist með okkur í 10 mínútur eða svo, en fór eftir það.
Mótmæli okkar fóru friðsamlega fram, okkur var tekið mjög vel af hálfu nokkurra útlendinga og Íslendinga.
Gerum virka umræðu fyrir umhverfismálum á Ísalpvefnum. Fræðum félagsmenn um náttúruna og verum virk að skrifa um áform ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna um náttúruspillandi aðgerðir.
FRÆÐUM ÍSLAPARA OG MÓTMÆLUM KOMANDI AÐGERÐUM SEM ALDREI FYRR. LEYFUM EKKI FREKARI NÁTTÚRUSPILLINGU Í OKKAR FAGRA LANDI!

kveðja,
Jóhann Garðar