Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. Re: svar: Mixboltasjóður – Mixklifursvæði

#53471
AB
Participant

Ég er sammála. Það á að fara afar gætilega í að bolta leiðir sem hægt er að tryggja með náttúrulegum tryggingum. Þetta flokkast undir almennt klifursiðferði og er samþykkt af flestum klifrurum.

En svo þarf að vega og meta ólíka hagsmuni.

Það er staðreynd að boltaðar mixleiðir verða oftar klifraðar en leiðir sem tryggðar eru með náttúrulegum tryggingum. Það er því hóflegt að draga þá ályktun að boltaðar leiðir myndu stuðla að meiri framþróun í mixklifri á Íslandi heldur en leiðir tryggðar með dóti. Við viljum að mixklifur komist á hærra plan. Boltað mix-svæði í nágrenni RVK myndi aldeilis hjálpa til við það.

Hitt er annað, að með boltun erum við hugsanlega að taka fram fyrir axirnar á einhverjum sem geta og vilja leiða Ólympíska félagið og Síamstvíburann án bolta og fyrirfram innsettra trygginga. Það er vissulega hægt að klifra Ólympíska félagið með náttúrulegum tryggingum og án þess að nota langa slinga. Með því að hreinsa betur úr ísfylltum sprungum hefði kannski mátt finna staði fyrir meira dót. Ég sá hins vegar fyrir mér fínasta möguleika á því að „grounda“ úr leiðinni hefði ég dottið í það dót sem var hægt að setja inn í klettakaflann þennan dag. Ég var ekki tiltakanlega spenntur fyrir því, en ég veit að þeir eru til sem yrðu ofsakátir með tækifæri til slíks spennuklifurs. Hvort á að miða við mig eða þá þegar ákvörðun um boltun er tekin? Þetta er alveg gild spurning.

Í mínum huga er skýrt að framþróun mixklifurs á Íslandi og hagsmunir hins venjulega Klifur-Jóns/Gunnu vega þyngra en fræðilegi möguleikinn á því að boltun Tvíburagils ræni einhvern ævintýrinu sem felst í að klifra leiðirnar með dóti.

En má ekki nota sömu röksemd fyrir boltun í Stardal? Hmm, nei, því þar er staðfest, skjalfest og þinglýst sú hefð að klifra án bolta.

Það er engin hefð í Tvíburagili – við erum að búa hana til.

Kveðja,

AB