Re: svar: Mix-boltasjóður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Mix-boltasjóður Re: svar: Mix-boltasjóður

#53042

Fáir eða margir… skiptir svo sem ekki máli. Var nú bara að benda á að ýmsar pælingar sem gengið hafa á milli manna síðustu daga varðandi þetta eru góðar og tilvalið að hafa þær hér. Var fráleitt að bögga neinn.

Eins og ég segi þá er þetta hið besta mál og ég legg nú bara til að Siggi og Robbi verði umsjónarmenn sjóðsins og ég treysti þeim fullkomlega til að meta umsóknir. Þeir eru líka í hópi þeirra allra öflugustu í þessum bransa í dag vita því sínu viti.

Eitthvað voðalegt reglubákn er mér ekki að skapi, allavega ekki meðan við erum ekki að tala um einhverjar massaupphæðir. Því er að mínu mati best að hafa þetta einfalt, SiggiRobb ræður og ég sef rólegur.

I´m in!